Morgunblaðið - 16.05.2002, Síða 44

Morgunblaðið - 16.05.2002, Síða 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ VORUM að horfa á hina sígildu kvikmynd Chaplins ,,The kid“ fyrir nokkr- um dögum. Myndin hefst á því að ung ein- stæð móðir gengur nið- urlút út af fæðingar- heimilinu og sjúkraliðarnir sýna henni megnustu fyrir- litningu. Á skjánum birtist setningin: ,,Kon- an sem drýgði þá synd að verða móðir.“ Allt í einu varð okkur ljóst að enn í dag, í velferðar- þjóðfélagi Íslands, er þetta viðhorf ríkjandi í sumum bæjarfélögum. Í Hafnarfirði er nánast ómögulegt fyrir unga einstæða foreldra að afla sér menntunar. Einstæðir foreldrar sem leigja sér íbúð geta fengið um 70.000 kr. á mánuði í skólastyrk, auk 15.000 kr. sem þeir fá í meðlag. Þar af fara rúmlega 25.000 kr. í daggæslu- gjöld, þar sem bæjarfélagið greiðir þau einungis niður um 18.000 kr. Samfylkingin í Hafnarfirði hefur barist fyrir breytingu á þessu og í stefnuskrá þeirra segir meðal ann- ars: ,,Niðurgreiðslur á daggæslu- gjöldum verða hækkaðar til sam- ræmis því sem gildir í nágrannasveitarfélögum.“ Fyrir einstæða foreldra, sem eru í námi og leigja íbúð, eru einungis eftir 60.000 kr. af framfærslueyri þeirra til að borga fæði og húsnæði, þegar búið er að borga daggæslugjöldin. Vegna þessa og hversu lítið framboð er af ódýru og hagkvæmu leiguhús- næði búa ungir einstæðir foreldrar gjarnan í foreldrahúsum, en þá virð- ist það fara eftir fjárhagslegri og fé- lagslegri stöðu foreldra þeirra hvort þeir fái skólastyrk eða ekki. Þetta er óþolandi staða. Það er gert ráð fyrir því að ömmur og afar sjái fyrir barnabörnum sínum. Þetta gengur þvert á 1. grein reglna um fjárhags- aðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ, en þar segir: ,,Hverjum manni er skylt að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára.“ Það er hverj- um manni mikilvægt að vera fjár- hagslega sjálfstæður en ekki upp á ættingja sína kominn. Það hlýtur að hafa áhrif á sjálfsmynd hvers manns að vera fjárhagslega ófær um að sjá fyrir barni sínu og neyðast til þess að vera á framfæri foreldra sinna. Það er því mjög erfitt fyrir unga einstæða foreldra sem ekki fá skólastyrk að halda áfram í námi. Það borgar engin daggæslugjöld, bleiur, mat, föt og skólabækur með 15.000 kr. barna- meðlagi á mánuði. Ótal margir þeirra hafa því orðið að hætta námi og fara út á vinnumarkaðinn. Bæjarfélagið er að senda ungum foreldrum þau skilaboð að það sé óæskilegt að þeir séu í námi og þar með markvisst að búa til láglaunastétt og ýta undir lágt sjálfsmat ungs fólks sem á sífellt erf- iðara með að brjóta sig út úr víta- hringnum sem hefur skapast. Eitt af stefnumálum Samfylking- arinnar í Hafnarfirði er að auka stuðning við unga foreldra sem eru að afla sér menntunar. Með því að styðja við bakið á námsmönnum er- um við að fjárfesta í framtíðinni. Þeg- ar námi er lokið mun þetta fólk borga margfallt til baka til þjóðfélagsins. Menntun er máttur, það er ekki bara fínt slagorð sem gott er að flagga á hátíðastundum, heldur sannleikur. Styðjum við bakið á ungu fólki og hvetjum það áfram til menntunar og starfsþjálfunar. Það er ekki til stór- kostlegra hlutverk en foreldrahlut- verkið. Bæjaryfirvöld ættu að meta það að verðleikum og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að sýna það í verki. Ef við viljum að bæjar- félagið dafni sem bær grósku og veg- semdar verðum við að hlúa að ein- staklingnum og skapa mannleg verðmæti. Kínverski gullaldarhöf- undurinn Guan Zi útskýrði mikilvægi þessa er hann sagði: ,,Mikilvægasta ævistarf mannsins er að ala upp hæft fólk.“ ,,Konan sem drýgði þá synd að verða móðir“ Eyrún Ósk Jónsdóttir Eyrún Ósk skipar 13. sæti á lista Samfylkingarinnar og Birna Dögg er nemi. Hafnarfjörður Með því að styðja við bakið á námsmönnum, segja Eyrún Ósk Jónsdóttir og Birna Dögg Sigurðardóttir, erum við að fjárfesta í framtíðinni. Birna Dögg Sigurðardóttir Í Morgunblaðinu 14. maí ritar Guð- mundur Hallvarðsson alþingismaður og stjórnarformaður DAS grein sem ber heitið „R-listinn- Vinstri grænir í sam- starfi við fjárfesta Frumafls“. Guðmund- ur rekur það réttilega hvernig þingmenn VG gagnrýndu samning sem ríkisvaldið gerði á sínum tíma við Að- alverktaka hf. og aðra aðstandendur Sól- túnsheimilisins. Í samningnum fólst al- varleg mismunun gagnvart öðrum rekstraraðilum öldrunarheimila. Guðmundur Hallvarðsson rifjar upp röksemdir okkar: „Í rökum VG kom m.a. fram að ný stefna væri mörkuð hvar fjárfestum væri nú gefið tækifæri á að koma inn í rekstur öldrunarstofnana þar sem arðsemis- og gróðasjónarmið fjár- festa væru höfð að leiðarljósi. Hér væri einnig verið að gera lítið úr þeim öldrunarheimilum sem fyrir væru og hefðu haft þau skýru skilaboð frá ríkisvaldinu að þau skyldu rekin án tekjuafgangs. Ekki veit ég til þess að félagi Ög- mundur Jónasson hafi skipt um skoðun.“ Allt er þetta satt og rétt hjá Guðmundi Hallvarðssyni og skal ég játa að eins fór fyrir mér og honum að fréttir fyrir fáeinum dögum um að efnt skyldi til sam- starfs við verktakafyrirtæki í at- vinnurekstri um rekstur öldrunar- heimila hljómuðu undarlega í mínum eyrum. Síðan hefur málið skýrst og vakti sérstaka ánægju að heyra að til stendur að gera stór- átak í málefnum aldraðra í Reykja- víkurborg. Í sama blaði og Guðmundur birtir grein sína kemur fram að heilbrigðis- ráðherra og borgar- stjóri undirrituðu 13. maí sl. sameiginlega viljayfirlýsingu um endurbætur og upp- byggingu nýrra hjúkrunarrýma í Reykjavík á árunum 2003–2007. Sam- kvæmt yfirlýsingunni er gert ráð fyrir að 326 ný hjúkrunarrými verði tekin í notkun í Reykjavík á tíma- bilinu, en 42 eldri rýmum lokað eða breytt í sérbýli. Áætlaður stofnkostnaður vegna þessara framkvæmda er á fimmta milljarð króna og þar af greiðir Fram- kvæmdasjóður aldraðra 40%. Gert er ráð fyrir að hlutur ríkisins verði 70% í nýbyggingum. Áætlað er að reisa 100 rýma hjúkrunarheimili í Sogamýri og taka það í notkun árið 2005. Gert er ráð fyrir stækkun Eirar og fjölga hjúkrunarrýmum þar um 40 á tímabilinu 2003–2005. Einnig er gert ráð fyrir stækkun Hrafnistu og að raunfjölgun þar verði 30 rými. Hjúkrunarheimilið á Drop- laugarstöðum verður stækkað og breytt þannig að raunfjölgun rýma verði þar 14. Þá er áformað að hefja undirbúning að byggingu nýs 100 rýma hjúkrunarheimilis í Reykjavík á tímabilinu 2003–2005 og taka það í notkun 2007, stað- setning á að liggja fyrir á næsta ári. Þá er tiltekið að heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið muni með markvissum hætti efla Miðstöð heimahjúkrunar í Reykjavík á tímabilinu 2003–2007 með fjölgun stöðugilda hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Þá muni Reykjavíkur- borg skoða með hvaða hætti megi koma upp aðstöðu til heimahjúkr- unar í tengslum við þjónustuíbúðir aldraðra. Hvergi er í yfirlýsingunni minnst á verktakafyrirtækið Frumafl, hvað þá kröfur um arð- semi og gróða í öldrunarþjónust- unni, enda slíkt ekki á stefnuskrá R-listans. Guðmundur Hallvarðsson gerir því skóna að fulltrúar VG á Alþingi annars vegar og í R-listanum hins vegar tali tungum tveim og sitt með hvorri. Svo er ekki. Við viljum halda samfélagslegum gildum á lofti. Ástæða er hins vegar til þess að hafa áhyggjur af samfélags- þjónustunni ef Sjálfstæðisflokkur- inn kemst til valda í borginni því sá flokkur hefur haft þá yfirlýstu stefnu að hafa markaðslögmál að leiðarljósi, jafnt innan velferðar- þjónustunnar sem annars staðar. R-listinn og hjúkrunar- rými fyrir aldraða Ögmundur Jónasson Öldrunarheimili Ástæða er til að hafa áhyggjur af samfélags- þjónustunni ef Sjálf- stæðisflokkurinn kemst til valda, segir Ögmund- ur Jónasson, því hann hefur þá yfirlýstu stefnu að hafa markaðslögmál að leiðarljósi. Höfundur er alþingismaður og þingflokksformaður VG.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.