Morgunblaðið - 16.05.2002, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 16.05.2002, Qupperneq 70
MINNINGAR 70 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Einar KristjánEinarsson fædd- ist á Akureyri 12. nóvember 1956. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 8. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðrún Krist- jánsdóttir, f. 16. ágúst 1917, og Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli, f. 26. október 1911, d. 6. júlí 1996. Systkini Einars Kristjáns eru Angantýr, f. 1938, Óttar f. 1940, Bergþóra, f. 1944, og Hildigunnur, f. 1947, d. 1987. Einar kvæntist 31. mars 2001 Önnu Ellen Douglas, f. 11. desem- ber 1975. Foreldrar Önnu eru Bergljót Magnadóttir, f. 23. ágúst 1943, og Georg R. Douglas, f. 8. október 1945. Einar átti eina dótt- ur, Hildigunni, f. 26. janúar 1983. Móðir hennar er Jóhanna Þór- hallsdóttir söngkona. Einar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1976. Hann nam gítarleik við Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar og lauk burtfararprófi þaðan 1982. Hann hélt þá til framhalds- náms í Manchester og sótti tíma og námskeið hjá þekktum kennurum. Einar lauk einleik- ara- og kennaraprófi frá Guildhall School of Music árið 1987. Hann var kennari í gítarleik við Tón- skóla Sigursveins og Tónlistarskólann í Kópavogi frá 1988. Einar kom fram á tónleikum í Svíþjóð, Englandi og á Spáni. Hann hélt fjölmarga einleikstónleika hér- lendis og kom fram við margvísleg tækifæri. Hann lék með Caput-hópnum og kom fram sem einleikari með Kammersveit Akureyrar, Kammersveit Reykja- víkur og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Hann starfaði sem tónlistar- maður fyrir Þjóðleikhúsið, Leik- félag Akureyrar, Alþýðuleikhúsið o.fl. Hann var hljómsveitarstjóri hljómsveitarinnar Rússíbana og hljóðritaði ásamt félögum sínum fjóra geisladiska. Einar Kristján gaf út einleiksdisk árið 1998 og var diskurinn tilnefndur til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna. Útför Einars fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Stundin sem við höfum kviðið fyrir er nú runnin upp og við verðum að kveðja tengdason okkar, Einar, svo alltof fljótt. Við vonuðum að tíminn yrði lengri og stundirnar fleiri. Þessa von gáfu Einar og Anna okkur með kjarki og æðruleysi í baráttunni við sjúkdóm Einars. Lífsgleði Einars og lífsvilji var óbilandi fram á síðustu stund. Einar var maður sem sannar- lega ræktaði þær gjafir sem Guð gaf honum. Hann ræktaði fjölhæfar tón- listargáfur sínar og við þökkum hon- um fyrir alla tónlistina og tónleikana sem hann gaf okkur bæði einn með gítarinn og með öðrum, nú síðast fyrir örfáum vikum á yndislegum tónleik- um í Salnum. Einar ræktaði vináttuna og fáa þekktum við sem áttu stærri vinahóp. Það lýsir kostum Einars að allir þessir vinir voru vinir í raun. Ein- ar ræktaði líka fjölskyldutengslin, honum var annt um stórfjölskylduna og var hugulsamur faðir, sonur, bróð- ir og frændi sem alltaf hafði nægan tíma. Síðast en ekki síst ræktaði Ein- ar ástina af örlæti og gleði. Margar ljúfar myndir koma upp í hugann frá árunum sem þau Anna áttu saman og þeim stundum sem við fengum að njóta með þeim. Þær dýrmætu mynd- ir munum við alltaf geyma. Við viss- um það fljótlega að þetta var stóra ástin þeirra beggja, ást sem efldist í hamingju og sorg. Það var þeirra gæfa að finna hvort í öðru sannan vin og sálufélaga. Við þökkum Guði fyrir að hafa gefið þeim þessi ár sem þau áttu saman. Um leið og við kveðjum Einar með þungum huga vottum við dóttur hans, móður og systkinum innilega samúð okkar. Guð styrki ykkur og elsku Önnu okkar í sorginni. Bergljót og Georg. Góður vinur er látinn, Einar Krist- ján Einarsson, tónlistarmaður. Minn- ingarnar lifa þó áfram og minningar eru alltaf góðar. Einar Kristján kenndi okkur í fjöl- skyldunni að meta minningar frá Máraborginni gömlu í Granada. Árið 1972 kynnist ég Hildigunni systur Einars og þar með Einari og ári seinna vorum við orðnir mágar. Einar var þá 16 ára menntaskóla- strákur, síðhærður, að hætti Bítla, og greinilega ekki sáttur með „vinnu- konugrip“ á gítarinn. Einar var trúr sinni köllun og tíu árum seinna lauk hann prófi frá Tón- skóla Sigursveins. Árið er 1982 og börn okkar Hildi- gunnar orðin þrjú og hlusta agndofa á frænda sinn spila á einkakonsert í stofunni í Víðilundi. Einar var og er þeirra uppáhaldsfrændi. Móðir mín, þá komin fast að átt- ræðu, kvað upp úr; ég hélt það væri ekki hægt að spila svona á gítar. Árið 1987; ári áður en Einar lýkur framhaldsnámi í Englandi, lést Hildi- gunnur systir hans tæpum mánuði fyrir fertugsafmælið 17. júní. Við jarðarförina lék Einar á gítar- inn sinn, eftir beiðni Hildigunnar, „Þökk sé þessu lífi“. Og minningin lifir. Daginn fyrir uppstigningardag, með 15 ára millibili, kvöddu þau hið jarðneska líf, systkinin Einar og Hildigunnur. Minningar frá Alhambra hljóma nú í öðrum víddum, ef til vill með fiðlu- ívafi og hljómum frá tvöfaldri takka- harmóníku. Steinar Þorsteinsson. Mig langar að minnast Einars föð- urbróður míns með nokkrum orðum. Onkel Einar, eins og hann kallaði sig oft, sér og okkur systrum til skemmt- unar, var ákaflega hæfileikaríkur maður og skipaði ákveðinn sess í fjöl- skyldunni. Hann var langyngstur sinna systkina, 16 árum yngri en pabbi og 12 árum eldri en ég. Það er einhvern veginn svo stutt síðan að ég áttaði mig á því hve ungur hann var, í mínum huga var hann alltaf bara on- kel Einar. Ég man fyrst eftir Einari í Þingvallastrætinu með sítt og mikið hár og alltaf voru einhverjir „hippar“ í heimsókn hjá honum. Man eftir hon- um þegar við vorum í sauðburðinum í Holti og hann pússaði á sér neglurnar að loknu dagsverki og við Villa frænka áttum ekki til orð – við gerð- um okkur ekki grein fyrir því þá að klassískur gítarleikari þarf að hugsa vel um hendurnar á sér. Man eftir honum þegar hann tók á móti mér á flugvellinum í Manchester og lét kalla mig upp. Man þegar hann kenndi mér að elda hrísgrjónagraut eins og amma gerir, fyrst grjónin, svo vatnið sem átti að ná upp að efstu kjúku á litla fingri – helst á honum. Man að við horfðum á Wembley-tennismótið í sjónvarpinu og hann sagði mér að ég mætti ekki segja það upphátt að ég héldi með Liverpool! Man þegar hann spilaði svo fallega í brúðkaupi okkar Hannesar. Man eftir fjöruga og skemmtilega fertugsafmælinu hans. Man þegar ég kom heim um páskana í fyrra og þegar ég faðmaði hann var það alveg eins og þegar ég kom frá Englandi fyrir fimmtán árum og hitti Hildigunni aftur. Síðast hitti ég Einar í jólaboðinu hjá Holtungum og sá þá að sjúkdóm- urinn, sem hann hafði barist við rúmt ár, hafði tekið sinn toll. Hann var samt glaður og hress og kjáði framan í Óttar yngsta og önnur frændsystk- ini sín. Hann hafði alltaf yndi af börn- um og þau löðuðust að honum vegna hlýleika hans og einlægni. Ég man fyndinn og skemmtilegan frænda sem nú hefur verið tekinn frá okkur í blóma lífsins. Á stundum sem þessari skilur maður ekki hve lífið getur verið ósanngjarnt. Harmur ástvinanna er sár og þungur en samt er minningin um góðan dreng huggun harmi gegn. Elsku Anna, Hildigunnur, amma, pabbi, Bekka, Aggi og aðrir aðstand- endur, megi góður guð vera með ykk- ur og styrkja ykkur í sorg ykkar. Þuríður Óttarsdóttir. Einar Kristján, frændi minn og vinur, er látinn eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Hann var í blóma lífsins og er því afar sárt að horfa á eftir honum. Við Einar áttum því láni að fagna að dvelja ásamt fleiri frændsystkin- um okkar samtímis í nokkur sumur hjá Ingiríði ömmu okkar og frænd- fólkinu í Holti, Þistilfirði. Þetta voru dýrðardagar. Við krakkarnir vorum á svipuðu reki og nutum okkar vel við leik og störf. Minningarnar um Einar eru margar og góðar. Hann hafði gott auga fyrir því spaugilega í umhverfinu og var hann alltaf skemmtilegur og fyndinn. Ég verð ævinlega þakklát fyrir þann tíma sem við vorum í Holti. Tónlistarhæfileikar voru Einari í blóð bornir og hef ég aldrei heyrt nokkurn mann spila jafn vel á gítar og hann frænda minn. Hvert augnablik lífsins er eilífðarinnar gjöf. Við þræðum þau sjálf upp á ævinnar örlagaþráð. Láttu þau skína sem perlur í fagurri festi, svo endurspegli þau ást þína, von og trú. Fegurst þau glitra, sem fágaði táranna lind. (Erla Þórdís Jónsdóttir.) „Perlurnar“ hans Einars eru skín- andi fallegar og glitrandi og mun minningin um góðan dreng ætíð lifa í hjarta mínu. Mestur er harmurinn hjá nánustu aðstandendum og ástvinum, sem staðið hafa eins og klettar við hlið Einars í gegnum veikindin og umvaf- ið hann ást, von og trú. Við fjölskyld- an á Öldugötu sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til elsku Önnu, Hildi- gunnar, Guðrúnar, Bergþóru, Angan- týs, Óttars og annarra ættingja og vina, sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Einars. Megi almættið styrkja ykkur og styðja í gegnum sorgina. Blessuð sé minning Einars Krist- jáns Einarssonar. Þóra Björg Þórisdóttir. Hann Einar frændi er látinn. Bar- áttunni er lokið. Hún fékk snöggan endi. Meðan á henni stóð lét hann aldrei deigan síga, hélt sinni einstöku kímnigáfu, lék á tónleikum til hins síð- asta og reyndi allt til þess að njóta lífsins. Einar var frábær tónlistarmaður, í fremstu röð gítarleikara og góður og eftirsóttur kennari. Hann var vin- margur, enda með afbrigðum skemmtilegur og ljúfur í umgengni. Anna, konan hans, stóð með honum í blíðu og stríðu af einstökum trúnaði og hetjulund. Hún gaf honum mikið. Sárt er nú saknað. Við Sirrý vottum öllum aðstand- endum hans okkar dýpstu samúð. Áskell Másson. Einar Einarsson tónlistarmaður, frændi minn og skólabróðir er fallinn frá langt um aldur fram eftir glímu við krabbamein sem ekkert varð við ráðið. Með fráfalli Einars er enn höggvið skarð í útskriftarárgang okk- ar skólasystkina úr Menntaskólanum á Akureyri sem þaðan lukum námi ár- ið 1976. Við héldum upp á 25 ára út- skriftarafmæli sl. vor í skugga af svip- legu fráfalli eins skólabróður okkar og reyndar höfðu fréttir af veikindum Einars þá nýlega borist. Einar tók engu að síður þátt í hátíðarhöldunum með okkur eins og kraftar leyfðu. Nú er hann sem sagt allur þessi góði og glaðværi drengur sem með næmri og hæglátri kímnigáfu sinni létti andrúmsloftið hvar sem hann kom. Glaðværð og kímnigáfu átti Ein- ar ekki langt að sækja. Leitun er að glaðværari manneskju en Guðrúnu móður hans á hverju sem gengur og faðir hans, Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli, var þekktur að hinu sama. Einari Einarssyni var margt til lista lagt. Hann gekk sjálfri listagyðj- unni á hönd og lagði fyrir sig klass- ískan gítarleik og komst í fremstu röð á því sviði. Eftir hann lifa nú hljóðrit- anir sem munu um ókomin ár bera listrænum og afar fáguðum gítarleik hans vitni. Kynni okkar Einars ná langt aftur. Hann kom ungur að árum til sum- ardvalar hjá móðursystrum sínum í Holti og var því í liði Holtunga og Döl- unga sem komu saman ofanyfir ás til að spila fótbolta á röndinni neðan við Gunnarsstaði. Þá var glatt á hjalla, fast tekist á í leiknum en kvatt í bróð- erni og oftar en ekki eftir mjólk og kleinur í eldhúsi móður minnar í syðra húsinu. Þar naut Einar sín ekki síður en í leiknum sjálfum með stríðn- isblendnum athugasemdum. Ég kveð minn gamla leikfélaga, frænda og skólabróður með söknuði. Eiginkonu, dóttur, aldraðri móður og aðstandendum öllum votta ég inni- lega samúð. Megi minningin um góðan dreng vera okkur öllum huggun harmi gegn. Steingrímur J. Sigfússon. Fregnin um andlát frænda míns og jafnaldra, Einars Kristjáns Einars- sonar gítarleikara, barst mér óvægin og þungbær. Hugurinn leitar til fyrstu minninga um okkar fundi. Ég minnist barns- legrar eftirvæntingar sem fylgdi sumarheimsóknum til Akureyrar, þar sem áð var í árlegum ferðum foreldra minna til að vitja átthaganna fyrir norðan og austan. Það voru fagnaðar- fundir hjá ungum og gömlum þegar náð var næturstað í gamla barnaskól- anum hjá foreldrum Einars Krist- jáns, þeim Guðrúnu móðursystur minni og Einari Kristjánssyni frá Hermundarfelli. Við frændur náðum vel saman, þótt fundir okkar væru strjálir á þessum árum, enda búsettir hvor í sínum landshluta. Sumrin fjögur sem við síðar dvöld- um saman í vist hjá móðursystkinum okkar í Holti í Þistilfirði á aldrinum 11–14 ára eru sveipuð sérstakri heið- ríkju. Ófáar stundirnar áttum við saman við kúasmölun, heyskap, girð- ingarvinnu og önnur þau störf sem komu í okkar hlut. Einar bar betra skynbragð á búskap og dýrahald en ég, enda kominn í sveitina fyrr á vorin og farinn seinna á haustin. Ég leit jafnan til hans sem foringja í þessum efnum. Til hliðar hafði hann frum- kvæði að því að halda við búskap uppí brekku með leggjum, hrútshornum og gripahúsum, sem tekin voru í arf frá eldri frændsystkinum. Sumar- kvöldin liðu við íþróttaiðkun niðri við Laxá, þar sem samviskusamlega voru mæld stökk og hlaup og sett met, far- ið var á ungmennafélagsæfingar á Svalbarði, fótboltakvöld á Gunnars- stöðum, gengið í lið með Þistlum, þeg- ar att var kappi við Langnesinga, og sótt héraðsmót í Ásbyrgi. Einar hafði til að bera ríka kímni- og frásagnargáfu, sem naut sín óspart í góðum hópi og fáir eiga skemmti- legri hlátur. Samvera okkar þessi sumur var ekki bundin við daga held- ur einnig nætur og ósjaldan var vakað yfir skemmtisögum eða trúnaðarsam- tölum. Þetta voru skemmtilegir tímar, sem bundu streng á milli okkar sem aldrei slitnaði, þótt leiðir okkar lægju ekki oft saman um árabil. Síðar völdum við báðir tónlistina að ævistarfi og dvöldum um tíma við framhaldsnám í sama landi, en ég var þá að ljúka mínu námi í London og hann að hefja sitt í Manchester. Heimkominn réðst Einar til starfa í Tónlistarskóla Kópavogs árið 1988, þar sem við höfum verið samkennarar síðan. Það kemur í minn hlut að þakka Einari fyrir giftudrjúgt starf hans fyrir skólann öll þessi ár. Einar hefur, auk þess að vera á meðal okkar færustu gítarleikara, reynst nemend- um sínum góður kennari, eins og sannast á árangri margra þeirra. Ein- ars er sárt saknað af samstarfsfólki sínu við skólann og eru aðstandend- um fluttar innilegustu samúðarkveðj- ur. Persónulega og fyrir hönd fjöl- skyldu minnar þakka ég samveruna við kæran frænda og vin. Elsku Anna, Hildigunnur, Guðrún og fjölskyldan öll. Megi Guð hugga ykkur og styrkja á þessari stundu. Blessuð sé minning Einars Kristjáns Einarssonar. Árni Harðarson. Veistu ef þú vin átt, sem kann þá list að vökva fræ vináttunnar þar til þau blómstra, þá er hjartað glatt og friðsælt. Einar Kristján kenndi mér að rækta vináttuna með hugulsemi sinni og umhyggju, ég verð honum ævin- lega þakklát fyrir það. Hann var sá sem gaf, ekki bara vináttu heldur líka andríki. Það var yndislegt að hlusta á hann spila á gítarinn, þar fór lista- maður næmur fyrir leyndardómi lífs- ins. Lífsgleði hans var smitandi, söngur og dans, stökur og matarstúss. Ljóslifandi augnablik koma upp í hugann, Rússíbaninn frumfluttur, Þrjár heimasætur og einn snillingur, vökvunarþjónustan Sahara, fyrri- partar og seinnipartar, sumar- skemmtun á Akureyri, tónleikar í Bárðardal og endalaust bakkelsi. Næring fyrir líkama og sál. Nú nærir minningin þann kærleika sem Einar gerði að veruleika í sínu lífi. Guð blessi minningu hans. Elsku Anna, Hildigunnur, Guðrún, Bekka, Angantýr, Óttar, Silja og fjöl- skyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, megi ljós og friður umvefja minninguna um Einar Kristján Ein- arsson og kærleikur hans lifa með öll- um sem hann þekktu. Harpa Arnardóttir. Það er sárt að kveðja vininn góða Einar Kristján Einarsson. Einar var mikill og tryggur vinur, lífskraftur hans og óþrjótandi kímnigáfa gerðu hin hversdagslegu augnablik að æv- intýri lífsins sjálfs. Ég á honum margt að þakka. Hann kenndi mér svo margt, gaf svo margar góðar stundir. Hvert augnablik í minningunni er dýrmætara en orð fá lýst. Það er margs að minnast. Öll mat- arboðin, öll augnablikin þegar Einar með sinni áreynslulausu kímni minnti okkur á að taka ekki hversdags- amstrið of alvarlega, öll hin hugul- sömu augnablik þegar Einar sló á þráðinn og mundi eftir tyllidögum, öll ógleymanlegu augnablikin þegar Ein- ar spilaði fyrir okkur, tónlistin gladdi og nærði hjartað, kitlaði danstaug- arnar og nú huggar hún í sárum sökn- uði. Það er í anda Einars, sem var allt- af tilbúinn að gefa af sér, að hugga okkur sjálfur með sínum næma leik. Oft spunnust í matarboðum óvæntir gjörningar, ég minnist heimahljóm- sveitar á Ránargötunni er saman komu „þrjár heimasætur og einn snillingur“ og tóku saman bítlalögin, spilað var á gítar, burkna, teskeiðar og fleira og mikið hlegið. Öll innilegu hlátursköstin, samverustundir í hópi vina við hlaðborðið á Bergstaðastræti og á góðum degi að borða ilmandi pönnukökur sem Guðrún bakaði. Það er sárt að kveðja, en minningarnar fylla hjartað af þakklæti fyrir ómet- anlega vináttu. Vináttan lifir í minn- ingunni og í því sem Einar kenndi okkur að hvert augnablik er mikil- vægt og þegar við vökvum fræ vinátt- unnar sprettur upp eitt alfegursta blóm sem lífríkið elur. Elsku Anna, Hildigunnur, Guðrún, Bekka, Óttar og Aggi. Megi guð og kærleiksljósið blíða styrkja ykkur og fjölskyldur ykkar í þessari miklu sorg. Guð blessi minninguna um minn góða vin Einar Kristján Einarsson. Ásta Arnardóttir. Ef flett er upp í orðabók og leitað að orðinu vinur finnum við skilgrein- ingar eins og kær félagi, náinn kunn- ingi, sá sem hefur trúnað einhvers. Við sem vorum svo lánsöm að þekkja Einar Kristján Einarsson EINAR KRISTJÁN EINARSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.