Morgunblaðið - 16.05.2002, Síða 83

Morgunblaðið - 16.05.2002, Síða 83
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 83 DAGBÓK Sumardragtir Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið úrval Kjólar - Blússur Laugavegi 63, sími 551 4422 GERRY WEBER Útskriftardragtir stærðir: 36-44 stærðir: 42-56 ...fegurðin kemur að innan... Árnað heilla 75 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 16. maí, er 75 ára Bára Björns- dóttir, húsmóðir, Hraun- hvammi 4, Hafnarfirði. Eig- inmaður hennar er Magnús Þórðarson. Þau hjónin verða að heiman á þessum tímamótum. Í HEFÐBUNDNU Standardkerfi sýnir stökk í þrjú grönd eftir alkröfu- opnun 25-26 háspila- punkta og jafna skipt- ingu. Þótt sögnin sé lýsandi er hún rúmfrek og getur skapað vandamál þegar svarhönd er veik með 4-5 spil í hálit. Þá er vonlaust að finna út úr því hvort spila eigi þrjú grönd eða fjóra í hálit. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ DG3 ♥ 74 ♦ D32 ♣DG943 Suður ♠ Á92 ♥ ÁDG5 ♦ ÁK96 ♣ÁK Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 2 lauf * Pass 2 tíglar Pass 3 grönd Pass 6 grönd Allir pass Hér gengur sögnin hins vegar ágætlega upp. Suð- ur sýnir minnst 25 punkta og norður sér að efniviður er í slemmu og stekkur beint í sex grönd. Vestur spilar út tígulgosa, sem sagnhafi tekur heima og leggur niður ÁK í laufi. Báðir fylgja lit. Hvernig á nú best að halda áfram? Úrvinnslan snýst um það að samnýta alla möguleika – svíningarnar í spaða og hjarta, og 3-3 legu í tígli (eða G10 tví- spil). Það er best gert þannig: Blindum er spilað inn á tíguldrottningu og spaðadrottningu svínað. Spilinu er lokið ef hún heldur slag, því þá eru 12 slagir öruggir með því að gefa einn á hjartakóng. En ef vestur tekur á spaðakónginn og spilar spaða til baka, tekur sagnhafi með ás heima og kannar leguna í tíglinum. Ef liturinn skilar ekki fjórum slögum verður að svína fyrir hjartakóng. Norður ♠ DG3 ♥ 74 ♦ D32 ♣DG943 Vestur Austur ♠ K654 ♠ 1087 ♥ 1092 ♥ K863 ♦ G1087 ♦ 54 ♣52 ♣10876 Suður ♠ Á92 ♥ ÁDG5 ♦ ÁK96 ♣ÁK Það væru mistök að byrja á því að spila hjartadrottningu að heim- an. Austur tekur slaginn og spilar spaða, og nú þarf sagnhafi að geta sér til um framhaldið. Hann getur reyndar unnið slemmuna með því að taka á ásinn, spila ÁG í hjarta, tígli inn á drottn- ingu og taka laufin. Vest- ur þvingast þá í spaða og tígli. En þetta er óþarfa ágiskun. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7 7. De2 Rd5 8. c4 Rb6 9. Rc3 Ba6 10. b3 0-0-0 11. Bb2 He8 12. f4 f6 13. Re4 d5 14. Dg4+ Kb8 15. cxd5 Db4+ 16. Rd2 Bxf1 17. Hxf1 fxe5 18. 0-0-0 cxd5 19. Dh5 g6 20. De2 d4 21. Rf3 Bg7 22. fxe5 c5 23. De4 He6 24. Kb1 a5 25. Hc1 Hhe8 Staðan kom upp á Reykjavíkurskák- mótinu sem lauk um miðjan mars. Stefán Kristjánsson (2389) hafði hvítt gegn Kristjáni Eðvarðs- syni (2239). 26. Bxd4! cxd4 27. Rxd4 Bxe5 27... Hxe5 gekk ekki upp vegna 28. Rc6+ Ka8 29. Dxb4 axb4 30. Hf7 og hvítur stendur til vinnings. Fram- haldið varð: 28. Hf7! H8e7 29. Hxe7 Dxe7 30. Rxe6 og svartur gafst upp enda fátt til varnar. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT HRÍSLAN OG LÆKURINN Gott átt þú, hrísla’, á grænum bala glöðum að hlýða lækjarnið. Þið megið saman aldur ala, unnast og sjást og talast við. Það slítur aldrei ykkar fundi, indæl þig svæfa ljóðin hans, vekja þig æ af blíðum blundi brennandi kossar unnustans. Svo þegar hnígur sól til fjalla, sveigir þú niður limarnar og lætur á kvöldin laufblað falla í lækinn honum til ununar. Hvíslar þá lækjar bláa buna og brosandi kyssir laufið þitt: „Þig skal ég ætíð, ætíð muna, ástríka blíða hjartað mitt!“ Páll Ólafsson Með morgunkaffinu Jarðskjálftarnir í San Francisco, Titanikslysið, konan mín.        90 ÁRA afmæli. Nk.laugardag, 18. maí, er níræð Valgerður Hann- esdóttir, fyrrum húsfreyja, Torfastöðum 2, Grafningi. Hún tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar, Vall- arbraut 21, Seltjarnarnesi, á afmælisdaginn eftir kl. 15. 50 ÁRA afmæli. Laug-ardaginn 18. maí nk. verður fimmtugur Stefán Sigurðsson, veitingamaður á Vitanum í Sandgerði. Stefán og eiginkona hans, Brynhildur Kristjánsdóttir, taka á móti gestum föstu- dagskvöldið 17. maí milli kl. 20 og 23 á Vitanum að sjálf- sögðu. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Mörgum finnst þú litríkur og sjálfstæður persónuleiki. Þú hefur einnig hæfileika til þess að virkja aðra til dáða. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú gerir þér grein fyrir því í dag hversu lánsamur ein- staklingur þú ert í raun, ekki síst í ljósi þess hver staða margra annarra er. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hafðu augun opin fyrir tækifærum því þessi dagur getur skipt sköpum í ein- stökum málum í starfi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú kemur til með að meta það sem þú átt í raun og veru. Í framhaldi munt þú eiga auðveldara með að ná fram markmiðum þínum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Áhugi þinn á andlegum og trúarlegum málefnum fer vaxandi. Þú gerir þér grein fyrir því að ekki er hægt að kaupa það sem mestu máli skiptir í lífinu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hafðu samband við ein- hvern nákominn þér og eyddu deginum með hon- um. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Fólk sem hefur skipt þig máli mun loks taka eftir þér. Þessi breyting mun skipta miklu máli fyrir þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Svo gæti farið að þú fengir heimboð frá einhverjum sem metur þig mikils. Þú skalt fyrir alla muni þiggja boðið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú átt skemmtilegar sam- ræður við einhvern í dag sem munu hafa góð áhrif á þig það sem eftir er dags- ins. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Spennandi möguleikar bíða þín í vinnunni í dag. Þú færð lof eða launahækkun fyrir frammistöðu þína í starfi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Allir uppskera eins og þeir hafa sáð til. Sýndu því um- hverfi þínu umhyggju og hún mun skila sér margföld til þín aftur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Notaðu daginn til samveru- stunda með börnum og reyndu að gera hluti sem munu láta þig líða eins og þú hafir gengið aftur í barn- dóm. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Allir þurfa að finna hugsun- um sínum farveg hvort sem menn skrifa fyrir sjálfan sig eða leyfa öðrum að njóta af- rakstursins með sér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.