Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÍÐDEGIS í gær höfðu safnast 10.523 áskoranir í undirskriftasöfnun forvarnarverkefnis Ungmennafélags Íslands, Blátt áfram. Forsvarsmenn verkefnisins hafa sent öllum þingmönnum og ráðherr- um bréf vegna lagafrumvarps Ágústs Ólafs Ágústssonar alþingismanns um afnám fyrningarfrests í kynferðisaf- brotum gegn börnum. Í bréfinu er hvatt til þess að frumvarpið verði af- greitt fljótt úr allsherjarnefnd Al- þingis svo þingið geti tekið afstöðu. Einnig er bent á þá afstöðu Blátt áfram að fyrning á kynferðisafbrot- um gegn börnum sé bæði óeðlileg og óréttlát þar sem börn átti sig oft ekki á að brotið hafi verið gegn þeim fyrr en mörgum árum eftir að brotið átti sér stað. Lagafrumvarp Ágústs Ólafs var lagt fram á síðasta þingi en fékk þá ekki afgreiðslu allsherjarnefndar. Verkefnastjóri Blátt áfram, Svava Björnsdóttir, segist vera hæstánægð yfir þeim viðbrögðum sem forvarn- arverkefnið hefur fengið, en Blátt áfram á eins árs afmæli í ár og er komið til að vera að sögn Svövu. Tölvupóstur streymdi inn í allan gærdag og var Svava meðal annars búin að fá hvatningarorð í bréfi frá formanni eins stjórnmálaflokksins. Óska eftir fundi með allsherjarnefnd Blátt áfram hefur nú þegar afhent allsherjarnefnd undirskriftalista vegna lagafrumvarpsins en ætlar fljótlega að fá nefndinni þær undir- skriftir sem bæst hafa við. „Næst á dagskrá er að óska eftir fundi með allsherjarnefnd og spyrj- ast fyrir um stöðu frumvarpsins inn- an nefndarinnar en einnig til að koma á framfæri okkar afstöðu.“ Markmið Blátt áfram er að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og það sé helst gert með umræðu og fræðslu í skólum lands- ins. Á næstunni fer af stað verkefni í samvinnu við forvarnarnefnd og Vel- ferðarsjóð barna sem kynnt verður í þremur grunnskólum í maí. Verkefn- ið felst í sýningu brúðuleikhúss þar sem fjallað er um kynferðislegt of- beldi gegn börnum. Hugmyndin er fengin frá Bandaríkjunum en Hall- veig Thorlacius og Helga Arnalds sjá um brúðuleikhúsið hér á landi. „Á sýningunum verður fulltrúi frá Barnahúsi því nauðsynlegt er að fag- maður sé á svæðinu vegna þess hve viðkvæmt efnið er,“ segir Svava. „Í framhaldi vonumst við til að Mennta- málaráðuneytið veiti okkur styrk til áframhaldandi sýninga í fleiri grunn- skólum í haust.“ Yfir 10 þúsund undirskriftir í forvarnarverkefni UMFÍ Blátt áfram skorar á þing- heim vegna lagafrumvarps UNGLIÐAHREYFINGAR stjórn- málaflokkanna í Reykjavík héldu opinn fund síðastliðið miðviku- dagskvöld vegna frumvarps um afnám fyrningarfrests á kynferð- isbrotum gegn börnum. Á fundinn mættu 50-60 manns og héldu tölu Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður, sem lagði fram frumvarpið, Hrefna Ólafs- dóttir félagsráðgjafi og Svava Björnsdóttir sem beitt var kyn- ferðislegu ofbeldi sem barn. Ungliðahreyfingarnar segja frumvarpið hafa þá sérstöðu að þverpólitísk samstaða hafi náðst um það á þingi unga fólksins í mars og í framhaldi af fundinum á miðvikudagskvöldið mun hver hreyfing ræða við sinn fulltrúa í Allsherjarnefnd sem og flokks- félaga sína í von um stuðning við frumvarpið. Samstaða meðal ungliða- hreyfinga ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinn- ar mótmælir því harðlega að ummæli Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns flokksins, hafi verið vítt á Alþingi í fyrradag. Margrét Frímannsdóttir, formaður þingflokks Samfylkingar- innar, sendi Halldóri Blöndal, forseta þingsins, bréf þessa efnis í gær, fyrir hönd þingflokksins. Halldór segist hins vegar undrandi á bréfinu. Hann segir að það hafi verið rétt ákvörðun að víta þingmanninn. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær vítti Halldór þingmanninn fyrir ummælin: „Forseti, ég hef hér orðið.“ Kveðið er á um þingvíti í 89. grein þingskapa. Þar segir m.a.: „Ef þing- maður talar óvirðulega um forseta Ís- lands eða ber þingið eða ráðherra eða einhvern þingmann brigslyrðum eða víkur með öllu frá umtalsefninu skal forseti kalla til hans: „Þetta er víta- vert“, og nefna þau ummæli sem hann vítir.“ Í bréfi þingflokksformanns Sam- fylkingarinnar segir að ekki verði séð að fyrrgreint ákvæði þingskapa eigi við um þau orð þingmannsins sem vítt voru. „Ástæða þessara orða þing- mannsins er sú að forseti hafði slegið í bjölluna og stöðvað ræðu þingmanns- ins og talað úr forsetastól þótt klukk- an gengi á þingmanninn innan þeirra þröngu tímamarka sem umræðu um störf þingsins er ætlað,“ segir í bréf- inu. „Það er vissulega rétt að þegar forseti Alþingis slær í bjölluna til að koma athugasemdum til ræðumanns ber ræðumanni að hlýða á orð forseta. Ef það er ekki gert er eðlilegt að for- seti veki athygli þingmannsins á því.“ Því er bætt við, að það sé mat þing- flokks Samfylkingarinnar, að þingvít- um beri aðeins að beita þegar þau til- vik eigi við sem um geti í fyrrgreindri grein þingskapa. Svo hafi hins vegar ekki verið í umræddu tilviki. „Þing- flokkurinn mótmælir því harðlega að orð Lúðvíks Bergvinssonar alþingis- manns hafi verið af því tagi að beita ætti vítum skv. 89. gr. þingskapa af hálfu forseta Alþingis.“ Kallaði á víturnar Halldór segir í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins að ekki beri að líta á orð þingmannsins, sem hann vítti, ein og sér, heldur verði að horfa á þau í því samhengi sem þau voru sögð. Kjarni málsins sé framkoma þingmannsins og að hann skyldi veit- ast að forseta þingsins með þeim hætti sem hann gerði. „Ummælin hafa birst í Morgunblaðinu og fram- koma þingmannsins hefur sést í sjón- varpi, svo hver og einn getur dæmt um það hvort ástæða var til þingvíta eður ei,“ segir hann. „Ég held að í engu þjóðlandi tíðkist að einstakir þingmenn nánast taki orð af forseta og skammti sér það sjálfir. Ég varð einu sinni vitni að því á Ír- landi að þingmaður stóð upp í hárinu á forseta. Það endaði með því að for- seti setti hann í þingvíti og bannaði honum að sækja þingfundi fyrr en eft- ir tvær vikur. Þegar ég spurði nánar út í þetta sögðu Írar mér að þingmað- urinn hefði gert þetta til að vekja at- hygli á sér; hann væri töff og gæti staðið á móti forseta og sýnt hörku í baráttu sinni fyrir viðkvæmu máli heima í héraði. Forsetinn í því tilviki reyndi eftir mætti að komast hjá því að vísa þingmanninum á dyr en það endaði með því.“ Halldór segir að allir hljóti að skilja að það verði að halda uppi reglu á fundum Alþingis og að menn verði að virða leikreglur. Í tilviki Lúðvíks hafi t.d. málið snúist um það að þingmað- urinn hafi krafist umræðu um störf einkavæðingarnefndar sem forseti hafi synjað vegna þess að forsætis- ráðherra hafi flutt skýrslu á þingi um Símamálið. „Þannig stóðu málin og þetta var þingmanninum kunnugt. Ég var að leiðrétta þegar hann fór vit- laust með þetta atriði. Ég gerði það tvisvar eða þrisvar við þessar umræð- ur.“ Halldór bætir því við að það hafi verið rétt ákvörðun að víta þingmann- inn. „Ég held að þeir sem sáu þetta í sjónvarpinu geri sér grein fyrir því að ég var að hugsa málið, en þingmað- urinn hélt áfram í sama tón, þannig að í raun og veru gaf hann forseta Al- þingis enga kosti; hann kallaði á vít- urnar, með því að halda áfram eins og hann gerði.“ Þingflokkur Samfylkingar- innar mótmælir þingvítum Forseti þingsins segir að ákvörðun- in hafi verið rétt Morgunblaðið/Árni Torfason Halldór Blöndal vítti í fyrradag ummæli Lúðvíks Bergvinssonar, þing- manns Samfylkingarinnar, en þingflokkur hans hefur mótmælt því. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart NEFND félagsmálaráðherra, um þjónustu við útlendinga, leggur til að skipað verði sérstakt innflytjenda- ráð, sem beri ábyrgð á framkvæmd stefnu stjórnvalda í innflytjendamál- um og sé þeim til ráðuneytis. Nefndin leggur til að ráðið verði skipað fulltrúum félagsmálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis, dómsmála- ráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nefndin leggur aukinheldur til að flóttamannaráð í núverandi mynd verði lagt niður. Í staðinn verði skip- uð sérstök nefnd á vegum innflytj- endaráðs sem hafi umsjón með mót- töku flóttafólks. Nefndin vinni í nánu samráði við Útlendingastofnun og í henni eigi sæti fulltrúar félagsmála- ráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, ut- anríkisráðuneytis og Rauða kross Ís- lands. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra upplýsti þetta á Alþingi í gær. Hann sagði tillögur nefndarinnar skynsamlegar og ætlar að beita sér fyrir því að þær verði að veruleika. Hyggst hann kynna tillögurnar og skýrsluna í ríkisstjórn á næstunni. Geri þjónustusamninga við viðkomandi aðila Ráðherra sagði að hann hefði skip- að nefndina sl. sumar, en verkefni hennar var að útfæra nánar tillögur um framkvæmd þjónustu við útlend- inga. Samkvæmt tillögum nefndar- innar er innflytjendaráði m.a. ætlað að gera þjónustusamninga við þá að- ila sem best væru til þess fallnir að sinna þeim verkefnum, í málefnum útlendinga, sem brýnust eru. Gert er ráð fyrir því að þjónustu- samningarnir innihaldi m.a. sam- komulag um eftirtalin sex verkefni: 1. Að tryggja öllum sem hér fá at- vinnu- og dvalarleyfi leiðsögn um íslenskt samfélag. 2. Að afla og halda utan um tölfræði- leg verkefni á sviði innflytjenda- mála í samvinnu við Hagstofu Ís- lands. 3. Að samræma miðlun nauðsynlegra upplýsinga til útlendinga á Íslandi. 4. Að gera áætlun um túlkaþjónustu sem nái til landsins alls. 5. Innflytjendaráð skal markvisst kynna sveitarfélögum þarfir og að- stæður innflytjenda. 6. Innflytjendaráð skal beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi á högum og aðlögun innflytjenda og fylgjast reglubundið með viðhorf- um innflytjenda og innfæddra til fjölmenningarsamfélagsins. Tillögur nefndar um þjónustu við útlendinga Vill skipað innflytj- endaráð VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- arráðherra kvaðst á Alþingi í gær hafa fundað með sérfræðingum Landsvirkjunar, hönnuðum og jarð- fræðingum eftir að nýjar jarðfræði- rannsóknir sýndu að misgengiskerfið við Kárahnjúka væri viðameira en áð- ur var talið. Benda rannsóknirnar til að Kárahnjúkasvæðið sé ekki full- komlega stöðugt. „Eftir að hafa kynnt mér stað- reyndir málsins og með hvaða hætti brugðist er við þessum nýju upplýs- ingum við hönnun og byggingu stífln- anna er ég þess fullviss að ekki er hætta á ferðum við rekstur Kára- hnjúkavirkjunar,“ sagði ráðherra á Alþingi í gær og bætti við: „Ég hef áð- ur talað í sambandi við óskylt mál um belti og axlabönd. Ég held að í þessu tilfelli sé óhætt að tala um tvenn axla- bönd og tvö belti.“ Þessi ummæli féllu í utandagskrár- umræðu um málið á Alþingi. Stein- grímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns fram- boðs, var málshefjandi umræðunnar. Hann vitnaði m.a. í matsskýrslu um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar frá maí 2001. Í henni kæmi m.a. fram að bergið á stíflusvæðunum hentaði vel sem grunnur fyrir þær. Stein- grímur sagði að annað hefði hins veg- ar komið á daginn. „Gögn sem lágu til grundvallar umhverfismati hafa í veigamiklum atriðum reynst röng eða rangtúlkuð,“ sagði hann. „Iðnaðar- ráðherra lagði frumvarpið um Kára- hnjúkavirkjun fyrir þingið og því var troðið í gegn á röngum forsendum. Menn hafa þegar ratað í mikla erf- iðleika í upphafi framkvæmdanna, einkum við gerð undirstöðunnar und- ir stífluna miklu efst í gljúfrunum. Um 8 til 10 metra dýpra reyndist á fast í gljúfurbotninum. Undirstaðan er mun sprungnari, og virkni þar meiri en gert var ráð fyrir. Þetta hef- ur tafið verkið um mánuði og valdið milljarða viðbótarkostnaði.“ Steingrímur sagði enn fremur að ekkert hefði verið gert úr varnaðar- orðum Gríms Björnssonar, Guð- mundar heitins Sigvaldasonar og fleiri jarðvísindamanna. Nú sé komið í ljós að innistæða hafi verið fyrir þeim varnaðarorðum. „Auðvitað var hneyksli að vaða af stað með þessa framkvæmd og troða frumvarpi sem heimilaði hana í gegnum Alþingi og þegja um og gera ekkert með þær ábendingar sem þarna lágu fyrir.“ Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fjallar um Kárahnjúkavirkjun Með tvö belti og tvenn axlabönd FRESTUR til innritunar í nýtt þver- faglegt nám í umhverfis- og auð- lindafræðum hefur verið framlengd- ur til 22. apríl nk., en í haust verður þetta nýja nám í fyrsta sinn í boði við Háskóla Íslands. Námið á rætur sínar í þverfaglegu námi í sjávarútvegsfræðum og um- hverfisfræðum sem boðið hefur verið um árabil. Nú hafa þessar námsleiðir sameinast, m.a. þar sem sýnt þykir að viðfangsefni þeirra skarist mjög. Meistaranám í umhverfis- og auð- lindafræðum veitir fræðilega mennt- un á ýmsum sviðum er snerta um- hverfismál og nýtingu náttúru- auðlinda. Megináhersla er lögð á að sníða námið að áhugasviðum, þörfum og óskum einstakra nemenda. Að náminu standa sex deildir há- skólans, félagsvísindadeild, hugvís- indadeild, lagadeild, raunvísinda- deild, verkfræðideild og viðskipta- og hagfræðideild. Frestur til innritunar í auðlinda- fræði lengdur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.