Morgunblaðið - 15.04.2005, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 15.04.2005, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIKILVÆGASTA viðfangsefni grunnskólanna um þessar mundir er einstaklingsmiðað nám. Síðustu misserin hefur skólafólk verið að velta fyrir sér réttri skilgreiningu, réttum leiðum og markmiðum, réttu fyr- irkomulagi og réttu kennsluaðferðunum til þess að ná fram ár- angri í einstaklings- miðuðu námi. Þessi umræða er ekki ný af nálinni; heldur er ólík námsleg staða nem- enda vel þekkt fyr- irbæri og allir á eitt sáttir um að það sé óumflýjanlegt verkefni hvers kennara að tak- ast á við þann fjöl- breytileika og vinna að markinu „fullgildir“ þjóðfélagsþegnar, hæf- ir til þess að takast á við lífið í leik og starfi – bæði meðan á þjálfun stendur þ.e. í hinu formlega námi sem og þegar lengra er komið eða á fullorðins árum eða eins og það er oft- ast nefnt „þegar út í líf- ið er komið“. Og þá má spyrja sig hvenær þetta líf hefjist? Allt eru þetta göfug markmið sem allir keppast við að stefna að hver með sínum hætti. Reykjavík hefur verið afar áber- andi í stefnumótun sinna skóla og önnur sveitarfélög litið til þess starfs enda er þar margt gott að finna. Sem fyrrverandi kennari í því umdæmi þekki ég þær áherslur afar vel og þekki að hafa verið falið að móta mitt starf á forsendum Fræðslu- miðstöðvar. Hvort ein „ríkisleið“ í anda Reykjavíkurborgar sé svo aftur árangursríkust má lengi rökræða, og nokkuð ljóst að ekki eru allir á eitt sáttir um hámarksárangur með slík- um vinnubrögðum. Innan kenn- arastéttarinnar deila menn um ágæti forræðishyggjunnar sem margir telja Reykjavíkurborg standa fyrir í skólamálum. Þykir sumum nóg um skipanir að ofan um þá þætti sem leggja skal áherslu á og þær leiðir sem ætlast er til þess að séu farnar hverju sinni. Ég verð mjög hugsi þegar skóla- mönnum þ.e. þeim skólamönnum sem vinna við stefnumótunina hverju sinni sem eru að sjálf- sögðu fulltrúar kennara, skólastjórnenda og póli- tíkusa finnst vænlegast að forma allt skólastarf sveitarfélags eins og Reykjavíkur inn í sama rammann með þeim hætti og gert er og spyr sjálfa mig hvernig fjöl- breytilegt skólastarf eigi að vaxa og dafna og þróast þegar í meg- indráttum er ætlast til þess að allir séu að gera það sama? Ég er þeirrar skoð- unar eftir að hafa kennt í almennum grunnskóla, þar sem ég tileinkaði mér þó frekar óhefð- bundna kennsluhætti, sinnti trúnaðarstörfum fyrir reykvíska kennara m.a. með setu í fræðslu- ráði Rvk sem fulltrúi þeirra, og svo eftir að hafa hent mér út í nokk- uð óhefðbundið skóla- starf þar sem ég dvel í dag, að í öllu kappinu um einstaklingsmiðaðasta námið, einstaklingsmiðaðasta skólann og einstaklingsmiðaðasta kennarann að ég tali nú ekki um einstkalingsmið- aðasta skólastjórann að þá gleymist algjörlega einn lykilþáttur í þessu öllu saman. Þáttur sem ekki verður betur séð en að sé töluvert áhyggju- efni þegar komið er í heim fullorð- inna þar sem lífið telst byrja fyrir al- vöru og allir eiga að vera búnir að fá þann undirbúning sem best verður á kosið til þess að geta tekist á við það. Jafnrétti kynjanna er sá þáttur sem ég er að vísa til. Því miður man ég ekki eftir einni einustu kennslustund í kennaranám- inu mínu þar sem fjallað var um kynjamun, ólíka stöðu þessara kynja eða annað sem snertir jafnrétti kynjanna. Í starfi þegar ég hugsa til baka get ég ekki betur séð en að al- mennt séu kennarar ekki meðvitaðir um þessa grundvallarbreytu í lífi fólks þ.e. hvort það er kona eða karl! Ég leyfi mér að fullyrða að grunn- skólarnir hafi sofið værum blundi og okkur miði ekki neitt í jafnrétt- ismálum kynjanna og grunnskólarnir þ.e. skólafólkið hefur ekki verið að beita sér fyrir því að tekið sé á jafn- rétti kynjanna af alvöru. Sjálfsagt höfum við einhver dæmi um átaks- verkefni þar sem jafnrétti kynjanna er tekið fyrir en sú skamm- tímaaðgerð að taka eitthvert við- fangsefni fyrir og fjalla um það er allt annað mál heldur en að vinna stöðugt og skipulega að jafnrétti kynjanna í grunnskólum. Kannski gerist ekkert fyrr en ríkisvekjaraklukkan hringir einn morguninn og veki skólafólk hvar sem það er til jafnréttisstarfa og aðgerða. Aðgerðir í jafnréttismálum kynjanna í grunnskólum ef og hverj- ar sem þær hafa verið hingað til eru a.m.k. ekki að skila okkur hæfari þegnum til þess að takast á við „lífið“ eins og sagt er. Máli mínu til stuðn- ings vísa ég í rannsókn sem gerð var af Berglindi Rós jafnréttisfulltrúa Háskóla Íslands en niðurstöður þeirrar rannsóknar eru hreint út sagt ógnvæglegar. Stelpur eru ekkert að plumma sig vel þegar þær eru orðnar konur og það að plumma sig vel hefur tekið all- verulegum breytingu frá því sem það hafði þýtt þegar stelpur voru stelpur en þá plummuðu þær sig vel og stundum best af því að það að fá góð- ar einkunnir þýddi og þýðir að plumma sig vel. En þegar þetta al- vöru líf byrjar, plummar maður sig vel þegar maður fer að ná verulegum völdum í samfélaginu og fær ein- hverju ráðið í fyrirtækinu sem maður vinnur hjá hvort sem það er nú rík- isrekið eða einkarekið. Og þá skiptir nú bara öllu máli hvort einstaklings- miðaði einstaklingurinn er kona eða karl – og alls engu máli hvort kynið fékk góðar eða slæmar einkunnir ein- hvern tímann á lífsleiðinni! Svo nú liggur væntanlega í augum uppi hvað gera þarf eða hvað? Kemur grunnskólum landsins jafnrétti kynjanna ekkert við? Sara Dögg Jónsdóttir fjallar um einstaklingsmiðað nám Sara Dögg Jónsdóttir ’Ég leyfi mérað fullyrða að grunnskólarnir hafi sofið vær- um blundi og okkur miði ekki neitt í jafn- réttismálum kynjanna.‘ Höfundur er drengjakennari við Barnaskóla Hjallastefnunnar. Sérblað um sjávarútveg Sérblaðið Úr verinu fylgir Morgunblaðinu alla miðvikudaga. Í blaðinu er að finna fréttaskýringar, viðtöl og fréttir um fiskveiðar og fiskvinnslu, markaðsmál og aðra þætti er útveginum tengjast, bæði hér heima og erlendis. Auglýsendur, pantið fyrir klukkan 16 á mánudögum. Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Anna í síma 569 1275 eða ragnh@mbl.is ÞVÍ ER nú haldið fram að hátt fasteignaverð á höfuðborgarsvæð- inu sé vegna uppboða R-listans á lóðum og vilja sumir banna slík uppboð. Kennslubækur í hag- fræði fasteignamark- aða nefna þó aðrar ástæður fyrir hækkun fasteignaverðs. Sam- kvæmt þeim stjórna breytingar á eft- irspurn verðinu til skemmri tíma, sér- staklega vaxtastig, en til lengri tíma stjórn- ast verðið af bygging- arkostnaði. Það er því nokkuð ljóst að skyndileg aukning á lánaframboði og lægri vextir ollu hinni skyndilegu aukningu á eftirspurn og hinni miklu hækkun. Við því hefði ekkert sveit- arfélag geta brugðist, jafnvel með ótak- mörkuðu framboði lóða, þar sem nokkurn tíma tekur að byggja. Til lengri tíma geta þó sveitarfélög stuðl- að að lægra fast- eignaverði með nægu framboði lóða. Aftur á móti virðist nokkuð ljóst að sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu hafa niðurgreitt lóðir á seinustu árum. Skýr fylgni er á milli íbúafjölgunar seinustu ára og skulda sveitarsjóðs per íbúa (sjá meðfylgjandi mynd) og helst fjölg- un íbúa í hendur við háar skuldir. Þannig virðist hver nýr einstaklingur kosta sveitarfélögin um 1,3 milljónir í aukningu skulda. Fyrir þá sem trúa á markaðshagkerfi eru mjög skýr rök fyrir uppboðum á takmörk- uðum verðmætum eins og lóðum. Þannig færast þær í hendur hagkvæmustu verk- takanna sem sjá sér hag í að borga hæsta verðið fyrir þær. Það leiðir til þess að hag- kvæmustu verktak- arnir sjá í auknum mæli um bygging- arstarfsemi, hag- kvæmni bygging- ariðnaðar eykst og lífskjör batna. Flestum ættu einn- ig að finnast uppboð réttlátari aðferð. Þannig fær hið op- inbera hæsta verð fyrir takmörkuð verð- mæti og þá fjármuni er t.d. hægt að nota til að lækka skatta á alla íbúa sveitarfélagsins. Þannig hefði Kópavogur t.d. getað farið langt með að fella niður fast- eignaskatta í sveitarfélaginu ef þar hefðu verið boðnar upp allar lóðir í fyrra og fengist hefði sama verð fyrir þær og í nýlegu uppboði í Garðabæ. Stjórnarliðar, aftur á móti, vilja almennt ekki bjóða upp takmörk- uð verðmæti. Þeir vilja velja þá sem fá að kaupa einkavædd rík- isfyrirtæki, velja þá sem fá kvóta og velja þá sem fá sjónvarpsrásir. Þeir virðast ekki treysta sér til að keppa í því markaðshagkerfi sem þeir áttu svo mikinn þátt í að skapa Fasteignaverð og verð lóða Guðmundur Örn Jónsson fjallar um fasteignaverð og -markað Guðmundur Örn Jónsson ’Fyrir þá semtrúa á markaðs- hagkerfi eru mjög skýr rök fyrir uppboðum á takmörkuðum verðmætum eins og lóðum.‘ Höfundur er verkfræðingur. )*+,$  , -.  P E E E E  E E        - /0 -+ 1 2 34+  5  -.  6  2 Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.