Réttur - 01.02.1926, Page 2
4 HRÆREKUR KONUNGUR [Rjettur
Æfintýriö svíkur. —
Þeir, sem leggja og varða vegi,
villast oft á nœsta degi.
Þeir, setn stríði vilja verjast,
verða stundum fyrst að berjast.
Þeir, sem vilja úr böli bœta,
bölvun heillra Jfóða sœta.
Þeir, sem stjórna lýð og löndum,
lenda oft í Jtrœla höndum.
Hetjan er af hundum bitin.
Höfðinginn er fyrirlitinn.
Kögursveinn til konungs tekinn.
Kóngurinti í útlegð rekinn.
III.
Man eg, tnan eg tíma tvenna.
Töfrað gat eg hugi kvenna.
Æskan hló í tungu og taugutn.
Töfrar brunnu í augutn,
líkt og brigði á bláa ósa
bliki norðurljósa.
Að erfðutn fékk eg afl og hreysti,
aðra af hólmi leysti.
Sne/nma kvað eg kvæði fögur,
kunni glœstar hetjusögur.
Mér var hœsti heiður sýndttr.
Af hetjum var eg krýndur.
Eg varð herra og hilmir Jfóða•
Heiðmörk — landið góða!
Eg átti gull og grœna skóga,
gleði nóga,
akra, Jtræla, uxa og /tlóga,
bjó við raus/i í björtum höllum,
blótaði að goðastöllum,
elskaður af öllutn.