Réttur - 01.02.1926, Síða 7
Erlendir menningarstraumar og
íslendingar.
Fyrir hundrað árum bjó ekki einn af hverjum
hundrað íslendingum í sjávarþorpunum, nú býr þar
helmingur þeirra. Pessi staðreynd verpur einna skærustu
ljósi yfir gerbreytingu þá, sem átt hefir sjer stað hjer
heima á síðustu öld. Vjer, sem nú lifum, þekkjum alt,
sem þessu fylgir. Fyrir 100 árum áttum vjer aðeins við-
skifti við danska einokunarkaupmenn og við búðarborð
þeirra takmarkaðist viðskiftalegur sjóndeildarhringur vor.
Nú sendum vjer sjálfir afurðir vorar til Englands og Ítalíu,
Spánar og Ameríku, jafnvel til Kína og Japan. Vjer höf-
um dregist inn í hringiðu heimsverslunar og heimsmenn-
ingar. Áður þóttu ferðir Tómasar Sæmundssonar hið
mesta viðundur. Nú gista íslendingar Berlín og París,
Róm og Moskwa og þykir varla umtalsvert, en aðrir
ferðast alla leið til Indlands og annara Austurlanda. Sjón-
deildarhringur vor hefir víkkað svo undrum sætir fyrir
kraftaverk skapandi anda á samgöngusviðinu. Vjer, sem
áður lásum aðeins kver og sálma og postillur og höfð-
um rímur einar til skemtunar — altaf sama kliðinn, sí-
felt endurtekinn næstum á sama hátt, fáum nú hinar nýj-
ustu erlendar uppgötvanir með fyrsta pósti, ekki aðeins
»móð« og »pakka« frá París, heldur líka Futurisma, Ex-
pressionisma, Surrealisma næstum því undir eins og búið
er að skapa þá. Erlendum áhrifum skolar nú ótt sem
öldum upp að landi voru. Vjer, sem ekki þektum hug-
takið tíska fyrir 100 árum, sjáum nú »dömur« vorar með