Réttur - 01.02.1926, Síða 8
10 ERLENDIR MENNINGARSTRAUMAR [Rjettur
drengjakolla á götunum, svo að við ekki tölum um, hvernig
íslensku peysufötin víkja fyrir útlendum klæðnaði. Vjer,
sem þá lifðum staðfastir í trúnni á hálfbrjálaða konunga
og algóða guði, ræðum nú byltingar og »Bolshevisma«
án þess að láta okkur bregða. Hringiðan hefir fátt eftir-
skilið, en flestu rótað um, sem áður var bjargfast í ís-
lenskum jarðvegi. Ýmsum ógnar þessi yfirgangur erlendra
áhrifa og þykir sem brotið hafi öldur þær niður alt það
besta, er til væri í íslensku þjóðerni. Sumir óska oss
því aftur í tímann, affur í óbjfanlega trú og eilífa kyrð
sífeldrar »sveitasælu«, en vildu stía oss frá þessum er-
Iendu straumum með öllum hugsanlegum tækjum. Og
víst er það, að þetta mál er eitt hið helsta, er bíður úr-
lausnar íslensks anda um þessar mundir. Pær raddir
gerast æ háværari, er krefjast verndunar íslenskrar þjóð-
legrar menningar. Pað er því nauðsynlegt að líta stutt-
lega á, hvað átt sje við með því.
Hvað er »þjóðleg menning«? Vjer erum þó varla stoltir
af því, að hafa setið í þúsund ár á sömu þúfunum, lagt
varla nokkurn vegarspotta.höggvið og brent niður skógana,
bygt sömu hrörlegu moldarkofana, stundað sama búskapinn
á sama hátt með sama andlega viðbitið upptuggið allar þess-
ar aldir. Vjer erum þó varla hreyknir af því, að eiga eftir
fyrstu 1000 árin ekki eina einustu stílfagra kirkju, ekkert mál-
verk, enga höggmynd, engin verkleg afreks- eða listaverk,
er geymt gætu minningu vora. Pvert á móti fyndist oss á-
stæða til að óska, að vjer hefðum fyrr fengið hingað »er-
Ienda« bæjar- og vjelamenningu, svo að vjer hefðum ekki á
20. öld þurft að brjótast fram úr barnalærdómi samgangn-
anna og annara endurbóta. Oss finst fremur sem vjer nú
á síðustu hálfri annari öld höfum fyrst verið að verða
þjóðlegir undir áhrifum erlendra þjóðernis- og frelsis-
hreyfinga, nýrra bókmenta- og listastefna.
Það, sem altaf vakir fyrir oss, er vjer ræðum um þjóð-
lega menningu, er rjett eigi á sjer, eru sögurnar fornu
og sagnaritunin þá. Þess ber þó að gæta, að þetta er