Réttur - 01.02.1926, Síða 9
Rjettur] ERLENDIR MENNINGARSTRAUMAR 11
hvortveggja svo ólíkt verkum »þ]óðlegrar« nútímamenn-
ingar, sem frekast má verða. Sögurnar eru skapaðar í
brennipunkti norrænnar einstaklingshyggju og víkings-
lundar og eiga hin merkilegu sjereinkenni sín að þakka
sögulegri aðstöðu, sem eilíflega er horfin, og staðháttum,
sem mjög eru orðnir breyttir. Pær eru í eðli sínu því
skyldari hetjukvæðutn samtímans erlendis, en nýrri sög-
um vorum; Qrettissaga keimlíkari Beowuifs-kviðu en
sögum Thoroddsens og Torfhildar eða jafnvel Orettis-
ljóðum. Sá er munurinn úti þá, að þar safnast hetju-
sögurnar, sem upp koma um ýmsa afreksmenn, saman
um þjóðhetju heildarinnar (Cid, Roland, Beowulf o. s.
frv.) um leið og þjóðin sameinast. En hjer í sundrung-
inni, sem viðhjelst sakir dreifðra býla, slæmra samgangna
og andstæðra ætta, ná sagnirnar eigi saman að renna;
hinar vígfúsu ættir eignast enga sameiginlega þjóðhetju,
mynda ekki fasta þjóðarheild, — og þetta böl þjóðarinn-
ar veitir íslenskri list fegurstu perlurnar, sem hún hefir
eignast. Pær eru því dýrar og mættu oss því kærari vera.
Það mun sýna sig, er flest það er krufið til mergjar,
sem þjóðlegt er kallað, að það er bundið einhverjum
sögulegum skilyrðum, sem nú eru eigi lengur til, eða
nátengt horfnum hugsunarhætti — og aðeins bundið
okkur sakir tungu og lands. Vissulega þurfum vjer að
leggja rækt við tungu vora. Vissulega þurfum vjer að
kynnast því, sem best hefir verið skapað á íslandi og
mest má oss menta og göfga. En það má engu síður
gleymast, að jafn nauðsynlegt er oss að kynna oss alt
það fegursta og besta, er erlendar þjóðir hafa skapað,
og reyna að öðlast þekkingu þá og list, er þær hafa
náð; því að fyrst og fremst viljum vjer þroska alhliða
manngildi vort, síðan þjóðleg, góð sjereinkenni; fyrst og
fremst erum vjer menn — heimsborgarar, í öðru lagi —
Islendingar.
Viljum vjer vera sanngjarnir við sjálfa oss, þá hefir oss
á undanförnum öldum ekki tekist að skapa sjálfstæða