Réttur - 01.02.1926, Síða 10
12 ERLENDIR MENNINGARSTRAUMAR [Rjettur
þjóðlega menningu; vjer höfum verið næsta ófrjóir á hinu
skapandi sviði; vjer höfum varla getað komist svo langt,
að búa jarðveginn svo vel út hjer heima, að dafnað gætu
hjer þeir frjóangar, er fluttir hafa verið hingað erlendis
frá — svo að við ekki tölum um, að út hefir kulnað
næstum hver einasti, er upp hefir sprottið í íslenskri
jörð, eða kyrkst svo í vexti, að hann hefir orðið allur
annar en orðið hefði við betri skilyrði. Vjer megum því
ekki blinda oss með neinum blekkingum um háa menn-
ingu, er vjer höfum skapað. Pvert á móti sýnir saga vor,
að vjer höfum sífelt verið undir erlendum áhrifum og því
miður varla verið færir um, að breyta þeim verulega eða
þroska hjer; höfum tekið við þeim eins og þau komu.
Kristnin, kirkjusiðirnir, riddarasögurnar, æfintýrin, þjóð-
sögurnar hafa borist hingað utan að; dálítið höfum við
endurskapað sumt af þessu og aukið við, en fleira hefir
þó staðið hjer í stað og mörgu hnignað. Hingað berast
á þessum fyrri tímum áhrif heimsmenningarinnar seint
og síðar meir, líkt og öldur, er rísa upp í logni út frá
miðdeplinum, sem steininum er varpað í. Áður þurftu
öldurnar aldir til að ná ströndum vorum, en því meir
sem samgöngur batna, því fljótar færast þær hingað.
Skynsemistrú 18. aldar, rómantíkin, »frjáls1ynda« stefnan,
þjóðernishreyfingin, samvinnuhreyfingin, realisminn, verk-
lýðshreyfingin og jafnaðarstefnan berast hingað á enn þá
skemri tíma og finna hjer líka að lokum jarðveg, er þær
geta þrifist í.
Útlendu áhrifin hafa sjálf smám saman myndað hjer
þennan jarðveg; þau hafa verið sem vatnsstraumur, er
veitt hefir verið á snauða jörð vora og frjóvgað hana,
og sýnt oss þannig, hvað í henni bjó af krafti og kyngi,
er felt var í fjötra einangrunar og andleysis. t>að skal
því aðgætt, í hverju þessi kraftur er fólginn, hvað það
þá er, sem við þurfum einkum að »vernda«.
Pað mun einkum vera þrent.
Það er hin íslenska náttúra, er gefið hefir oss ást á