Réttur - 01.02.1926, Side 11
Rjettur]
ERLENDIR MENNINGARSTRAUMAR
13
tign og háfleygum hugsunum, er alið hefir upp hjá oss
næmi fyrir fegurð og fjölbreytni, er gefið hefir skáldum
vorum þau yrkisefni, er kærst verða þjóðinni — en þessa
náttúru skiljum við því aðeins, að við sjeum sjálfir hugs-
andi og andlega frjálsir menn; þá opnast augu vor fyrir
henni og hún nær að beita áhrifum sínum — annars
megum við hennar vegna sofa í þúsund ár. Og það
voru erlendir menningarstraumar á 18. öld, er þroskuðu
hugi vorra íslensku brautryðjenda, og erlend þekking, er
vakti það sjálfstæði hjá þeim, samfara næmi fyrir and-
stæðunum milli náttúrunnar heima og erlendis, að þeir
gátu hafið viðreisnarbaráttu vora. En þessi náttúra hleyp-
ur ekki frá okkur og við fáum að njóta göfgandi áhrifa
hennar, meðan við erum menn til að taka á móti þeim.
Annað er lund sú, er þessi náttúra samfara sögulegri
þróun hefir innrætt íslendingum. Við harða baráttu gegn
örðugri náttúru hafa myndast í skapgerð vorri tvær aðal-
andstæður, karlmannslund og kveifarlund, önnur, er brest-
ur, en bognar eigi, en berst sífelt til hlítar, stefnir hátt
og stefnir beint, það er lund sú, er sigrar náttúruna;
hin, sem sífelt slakar til, stefnir ekkert eða lágt,
það er sú, sem lýlur náttúrunni, beygir sig fyrir erfið-
leikunum. Við þekkjum báðar, skiljum báðar og deilum
um þær daglega, þótt við þá oft dyljum þær öðrum
nöfnum, og kennum hina fyrri ef til vill við heimsku og
óforsjálni, en þá síðari við hyggjuvit og gætni. Vjer vilj-
um þó fremur skapa þjóð vorri stórhuga og djarfan
æskulýð en íhaldssamar ellisálir, og kjósum því
fremur þá fyrri og kappkostum því að hlúa að henni.
En það gerum við einmitt með því, að fá henni nóg og
fjölhæf viðfangsefni til að glíma við; á baráttunni þrosk-
ast hún best og svo er og sögulega sjeð, að minst er
hún jafnan á þeim tímum, er minst er um viðskifti við
útlönd, á tímum íslenskrar einangrunar. Henni er því
engin þægð í einangrun.
Þriðja er andlegur arfur forfeðra vorra, sá er verða