Réttur - 01.02.1926, Síða 12
14 ERLENDIR MENNiNGARSTRAUMÁR [Rjettur
mætti komandi kynslóðum hvöt til nýrra dáða. Það hefir
hingað til þótt eitthvert mesta kraftaverk íslensku þjóð-
arinnar, að hafa varðveitt þennan arf óskertan í minning-
unni, og eru lítil líkindi tii þess, að við í því verðum
eftirbátar undangenginna kynslóða, þar sem við höfum
að öllu leyti betri aðstöðu til þess, mest sakir erlendra
uppfyndinga, prenfunar, blaðgerðar og slíks, er hingað
hafa borist og við lært að nota af útlendum þjóðum.
Dýrasti arfurinn er tungan og hana höfum við nú end-
urreist, svo að við getum verið hreyknir af henni, en það
verðum við að muna, að minstur var vegur fungu vorrar
á mestu einangrunartímunum, og að það voru útlending-
ar og erlendar málhreyfingar, er vöktu oss til meðvitund-
ar um niðurlæginguna og baráttu fyrir hreinsun og fegr-
un tungunnar. En þótt tunga vor sje þannig hold af
voru holdi og blóð af voru blóði og við viljum hana
sem fegursta og besta, þá má samt málhreinsun vor eigi
fara út í öfgar. Mál vort hefir engu síður þurft útlendra
áhrifa en líf vort að öðru leyti — og hefir samlagað sig
þeim fullvel. Útlend orð hafa fylgt útlendum stefnum og
ásamt þeim orðið hluti af lífi þjóðarinnar. Pegar kristnin
kom hingað, fylgdi henni fjöldi útlendra orða af grísk-
um og latneskum uppruna, og hafa þau fest sig í mál-
inu, svo að enginn hneykslast nú á orðum sem prestur,
prófastur, biskup, djákni, kirkja, kaleikur, altari o. s. frv.
Kaþólskur og lúterskur þykja fullgóð stefnunöfn — og
svo mun og síðar þykja um mörg þau orð, sem nú er
barist gegn eða reynt að þýða óheppilega. En um það
skal íslenskum anda unnað sannmælis, að á engu sviði
hefir hann verið eins skapandi og í málinu og bera ótal
snildarorð voft um það. — — Arfur vor mun því all-vel
geymdur og þarf ekki að örvænta um hann. Hitt virðist
öllu nauðsynlegra, að hugsa til að kikna eigi undir arfi
þeim, nje láta anda hans heltaka sig, heldur að búast til
að skapa sjálfstæð stórvirki, er halda mættu uppi hróðri