Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 27
Rjettur]
AUÐU SÆTIN
29
jeg þakkað það því, að nú var jeg kominn í tölu þeirra,
sem betur máttu sín og gat dregið ályktanir. Pað gaí verið
öðruvísi, að minsta kosti fyrir gömlu konunni. Jeg sá
auðu sætin.
Jeg sá þau þó enn þá gleggra á leið minni til Ítalíu.
Hraðlestin var stöðvuð einhversstaðar í fjöllunum og okkur
var leyft að fara út til að liðka okkur. Eftir áætluninni átti
lestin ekki að koma þarna við, og við vorum að spjalla um
það okkar í milli, hvernig á þessu mundi standa. Skyndilega
— þegar við höfðum beðið svo sem hálftíma, kom hraðlest
þjótandi. Sáum við eins og óljósa rák svonefndan þeysi-
eimvagn slöngvast fram hjá með þrjá viðhafnarvagna aftan í
sjer. Gluggatjöldin voru dregin fyrir. Engin lifandi vera
sást á þessu nötrandi ferlíki, sem steyptist með djöfullegum
óhljóðum niður í jarðgöngin og hvarf okkur þar sýnum. Pað
var auðkýfingur frá Berlín, sem var á leið til Egiptalands, og
hafði leigt alla járnbrautina til Brindisi. Auk hans sjálfs voru
engir farþegar í lestinni aðrir en þjónn hans og matsveinn.
Að þessari Iitlu truflun lokinni, gátum við nú haldið áfram
ferð okkar — ferðamenn svo hundruðum skifti — vegurinn
var okkur frjáls. Við höfðum fengið nóg samræðuefni. Það
mátti kallast, að við heíðum lent í æsandi æfintýri, er svar-
aði til árása ræningja fyr á tímum. Stöku maður var gramur
yfir því, að einri maður hefði vald til að sópa öllum vögn-
um burtu af einni aðaljárnbraut Norðurálfunnar til þess eins
að komast sjálfur áfram. En fæstir fundu til móðgunar. Pen-
ingarnir höfðu komið í ljós í almætti sínu. Og mönnum
varð virðingin fyrir auðnum efst í huga.
A mig hafði þessi lest, sem hentist áfram þvert yíir Norð-
urálfuna með auðugan oflálung, sem lyfti ekki einu sinni upp
gluggatjöldunum, svo að hann gæti sjeð dásamlegt útsýnið,
og ferðaðist líklega mest vegna þess, að hann átti peningana,
á mig hafði hún sjerstök áhrif. Jeg hugsaði um, hvernig jeg
sjálfur hafði með nautnindum sloppið við ruslaskrínuna, og
svo einnig um alla þá, sem lágu eftir heima og tærðust upp
vegna þess, að þá skorti eitthvað, eða vegna þess, að þá