Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 28
30
AUÐU SÆTIN
[Rjettur
skorti jafnvel alt. Hve mörg voru jjau ekki dæmin, er jafn-
vel mjer voru kunn, um þá, er vægðarlaust voru reknir út
á gaddinn. Menn og konur, sem að óþörfu var tortímt. Og
svo annarsstaðar — um allan heiminn.
Jeg hafði áður sjeð auðu sætin. Nú sá jeg þau mjög Ijóst.
Jeg sá þá, sem ekki sátu þar; farþega auðu sœtanna.
feir hafa fylgt mjer síðan dyggilega, með þeirri trú og
trygð, sem þeir snauðustu einir eiga. Jeg hefi haft þá um-
hverfis míg á daginn og dr^uma mína hafa þeir fegrað og
lífgað á nóttunni.
Það er sagt, að sumir menn sjeu skygnir. Jeg held, að
ósýnilegar verur sjeu umhverfis alla menn. Gáfan er sú, að
geta sjeð þær. Það er gjöf, þó að henni fylgi ekki ætíð
vinningur. Jafnvel söngur Orfeusar bar þess merki, að hann
hefði spilað og sungið fyrir dökkar verur undirheima og
skilið þar eftir hjarta sitt.
Vei þeim, sem kemur auga á auðu sætin. Hann fær aldrei
framar frið í hjarta sínu. Hann hlýtur að ergja sig þangað
til hann verður vondur af því. Hann mun sjá þau alstaðar.
Heimurinn er fullur af auðum sætum. Jörð guðs verður hon-
um eins og járnbrautarlest, sem hefir fjandann að vagnstjóra.
Másaudi af djöfullegri kæti brunar hún þangað, sem þrá
mannanna stefnir — en sætin eru auð. Og djöfullinn kallar
hreykinn nöfn stöðvanna inn yfír gjörauð sætin, sæti þeirra,
sem örlögin og skipulagið hafa að olnbogabörnum.
II. Sonur guðs og óskabarn andskotans.
i.
Guð almáttugur rjetti hendurnar út í geiminn, hnoðaði hnött
úr óskapnaðinum og nefndi hann Jörðina. Hann greindi
vötnin frá þurlendinu og hvelfdi himni yiir með augnaráði
sínu. Hann brosti yfir verkum sínum, því að hann sá, að