Réttur - 01.02.1926, Side 29
Rjettur]
AUÐU SÆTIN
31
þau voru harla góð, — en Ijós heimsins vaið til af brosi
hans. Hann ljet ljósið fara í ferðalag umhverfis jörðina og
reka myrkrið á undan sjer — þannig myndaðist dagur
og nótt.
Guð almáttugur andaði á það, sem hann hafði gert, og
það varð lifandi. Urmull af lifandi verum fæddist af djúp-
um hafsins og í himinhvolfinu, og lifandi hópar svifu yfir
jörðina út í víðfaðma stjörnublámann. Af Ijósbjarmanum urðu
lifandi, lýsandi verur, en af myrkrinu urðu skuggarnir.
Guð skapaði villidýr á jörðinni, eftir þeirra tegund, og
fjenað merkurinnar, og einnig allskonar skriðdýr, eftir þeirra
tegund, og hann sá það var harla gott.
Guð almáttugur sá, að hann hafði lokið verki sínu og
sagði: »Jeg vil skapa manninn í minni mynd og í minni
líkingu, svo að hann geti tekið við af mjer og fullkomnað
verk mitt, því að jeg er orðinn þreyttur.« Hann skapaði
manninn og sagði: »Sjá, jeg hefi skapað þig í minni mynd
og í minni líkingu. Nú átt þú að taka við starfi mínu, og
það skalt þú hafa til jarteina, að þú ert eina veran í heim-
inum, sem getur skapað af engu — hvort þú vilt heldur Ijós
eða myrkur. Nú ert þú guð jarðarinnar, og það þýðir, að
undan höndum þínum á blessun að gróa. Vertu góður og
gjafmildur eins og faðir þinn; vertu óhlífinn við sjálfan þ;g,
en hlífðu öðrum. Hlutskifti þitt skal vera hlutskifti þjónsins
og það skal vera þitt æðsta hnoss. En ef einhver hlífir sjer
og vill ekki öðrum þjóna, skalt þú reka hann út í óbygðina,
burt frá þínu augliti, senr einnig er mín ásjóna. Hann verður
þú að burtreka eins og líkþráan mann til þess að koma í
veg fyrir, að hann eignist afkvæmi, er eyði jörðina. Jeg mun
koma, þegar þig síst grunar, og leita eftir því, hvort þú rækir
köllun þína. Og merki þitt skal vera, að þú hafir sigg í
lófunum. En sem merki um guðdóm þinn, skal alt dafna,
þar, er þú stígur fæti á jörð; þess vegna gef jeg þjer nafnið
verkamaður, sem er útlagt: »Sá, sem kemur nakinn í heim-
inn og yrkir jörðina«. Á meðan hendur þínar eru harðar