Réttur - 01.02.1926, Side 30
32 AUÐU SÆTIN tRjettuf
og hrjúfar, ska! hjarta þitt haldast ungt og heitt og vera
hjarta guðs.«
Guð almáttugur hallaði sjer aftur á bak í ský himinsins og
hvíldi sig.
* *
*
Sonur guðs lagði jörðina undir sig og stjórnaði henni með
huga og hönd. Hann plægði, sáði, braut land og Iagfærði
það, eftir sinni vild, sem einnig var guðs vild. Jörðin bar
ávöxt, hvar sem hann fór og varð svo fögur, að hún fjekk
nafnið: Paradis. Hann fjekk s:gg í Iófana af erfiðinu, en
bros guðs sveif yfir jarðríki og ásjóna hans varð björt af því.
Allar skepnur átu úr hendi hans og voru ánægðar yfir því.
Þegar hann hvíldist eftir stritið við náttúruna, braut hann
heilann um eðli hennar og fann að það var sama og eðli
guðs. Sú meðvitund fylti hann fögnuði og hugur hans varð
frjór. »Jeg vil endurskapa heiminn í smáum stíl,« hugsaði
hann. »Jeg vil byggja hann með öllum hans unaðssemdum
í sál mína og sálir barna minna og barnabarna. Pegar svo
guð almáttugur kemur einhvern góðan veðurdag til þess að
líta eftir hvað jeg hefi gert, mun hann sjá mynd sína ótai
sinnum margfaldaða.«
II.
Fögur var jörðin og fegurri varð hún fyrir aðgerðir manns-
ins; en sjálfur var hann þó fegurstur af öllu. Hendur hans
voru harðar og skorpnar eins og jörðin, en enni hans ljóm-
andi bjart eins og himinhvolfið, en bjarmi eilífðarinnar glamp-
aði í augum hans.
Höggormurinn sá þetta alt saman og öfundaðist yfir því.
Apinn hjekk í trje einu og hermdi öll verk mannsins eftir
með skrípalátum. Höggo'-murinn skreið til hans og sagði:
»Líltu á hann þennan. Pú hefir fjórar hendur, en hann ekki
nema tvær. Hvað er hann annað en vanskapaður api, og þó
kallar hann sig herra jarðarinnar.«
Höggormurinn sagði við asnann: »Ó, þú alvitri I F*ú