Réttur - 01.02.1926, Page 32
34 AUÐU SÆTIN [Rjettuf
hann megi sig hvergi hræra. Pið getið í sameiningu fært
konung sköpunarinnar í fjötra.
En, úlfur góður! Þjer skal jeg gefa sál, sem komið getur
kuldanæðingi um heiminn; mína eigin sál ætla jeg að gefa
þjer.« Að svo mæltu lyfti djöfullir.n upp skottinu á úlfinum
og bljes inn í hann anda sínum. Hann þandi vömb hans
svo mikið út, að hún gat rúmað allan heiminn og sýndist
þó jafn sloppin eftir sem áður.
»Nú hefi jeg gefið þjer sál,« sagði hann. »f*ú skalt ráða
fyrir manninum og verða honum miklu meiri. Pú skalt eyða
því, sem hann skapar, og hvar sem þú ferð, mun verða
skortur, grátur og kveinstafir. Höfuðeinkenni þitt verður
óseðjandi græðgi. Ungbörn munu gráta undan þjer, konur
bölva þurrum brjóstum sínum og menn munu reita hár sitt
í örvæntingu sinni yfir því, að skilja ekki hvert arður vinnu
þeirra hverfur. Rú skalt heita auðmaður, sem þýðir Úlfurinn
óseðjandi. f*ú skalt vera óskabarn andskoíans. Rú skalt nær-
ast á neyð mannanna og verða mikill. Maðurinn mun bölva
þjer, þó að hann beri þig á höndum sjer. En þessir skulu
verða þjónar þínir og enga ósk eiga heitari en þá, að þókn-
ast þjer. Pegar asninn heyrir gaulið í görnum þjer, mun
hann rymja af fögnuði. Allar þessar skepnur skulu hlýða þjer
skilyrðislaust vegna löngunar sinnar til að tortíma manninum.*
* *
*
Svo Iiðu þúsundir ára. Manninum fanst tíminn lengi að
líða og lífið hræðilegt, en guði almáttugum var það sem einn
dagur, því að hann svaf. Lúsin hafði hreiðrað sig vel og
tímgast í skeggi hans, og boðaði þaðan lífið í guði — sem
var í ,því fólgið, að láta svo lifa á sjer sem frekast var unt.
En á jörðunni barðist sonur guðs við óskabarn andskotans
og varð að strita eins og þræll til að reyna að viðhalda verk-
um föður síns. Hann unni sjer hvorki svefns nje matar, en
lífið varð honum jafn gleðisnautt eftir sem áður. Alt, sem
hann bjó til, hvarf í gin úlfsins. Heimur guðs visnaði meira
og meira, hvernig sem maðurinn stritaði, og sjálfur sökk hann