Réttur - 01.02.1926, Síða 37
Togaraútgerðin.
Mesta vandamálið.
»Pað er enginn búmaður, sem ekki kann að berja sjer.«
Við Islendingar kunrium vel að berja okkur. En erum
við að sama skapi góðir búmenn?
Trúarjáfning sumra manna er þessi: »Við erum fáir,
fátækir, smáir«. Þeir trúa því og virðast sætta sig við
það, að við sjeum fátækir, hljótum jafnan að vera fátækir
og því að fara flests góðs á mis. Sjeð frá sjónarmiði
þessara manna er hið eina nauðsynlega að spara, spara,
að eta lítið, að gatslíta görmunum og hugsa smátt. Eng-
inn getur reiknað út, hve mikið tjón þessi fátæktarbar-
lómur hefir gert íslendingum, dregið úr dugnaði þeirra
og atorku, lamað starfsþrótt þeirra og trú á framtíðina.
Pað er að vísu víst, að þjóðarauður okkar íslendinga
er ekki stórvaxinn, sje hann mældur á stiku erlendra auð-
kýfinga. Mun ekki fjarri sanni, að þótt öll lönd og Iausir
aurar á íslandi væru komin í eins manns eigu, þá myndi
meðal miljónamæringur vestan hafs ekki telja það nema
rjett sómasamlegan lífeyri fyrir sig og sína.
Pjóðarauður okkar er samanlögð eign þeirra manna,
sem landið byggja: jarðir, mannvirki og lausir aurar.
Starfandi hendur og hugir íslendinga frá landnámstíð til
þessa dags hafa skapað hann og ávaxtað. Öll þjóðin
hefir verið þar að verki kynslóð eftir kynslóð. Hann er
að mestu arfleifð frá þeim, sem dánir eru, til handa þeim,
sem nú lifa. Hann er höfuðstóll þjóðarinnar, og hún á
að nota hann til að tryggja landsbúum öllum uppfylling