Réttur - 01.02.1926, Qupperneq 41
Rjettur] TOGARAÚTGERÐIN 43
hafa einnig varið gróðafje sínu til hlutakaupa í togurum,
í stað þess að nota það til að rækta jarðir sínar og
stækka búin.
En fja'rmagnið er ekki nóg, þótt mikilsvert sje. Peir,
sem ekki gátu lagt fje af mörkum, gátu margir hverjir
lagt annað fram enn nauðsynlegra, vinnuna, og það hefir
verið gert.
Urval yngri manna þjóðarinnar að vaskleik og dugnaði
skipa rúm á togaraflotanum — þegar hann gengur til
veiða. — Skipverjar eru flestir á aldrinum 18—40 ára,
enda er það ekki heiglum hent nje börnum og gamal-
mennum, að vera hásetar á togurum að vetrarlagi. Kunn-
ugir fullyrða, að ekki geti djarfari sjómenn nje duglegri
fiskimenn en sjómannastjettina íslensku. Má jafnvel segja,
að of oft sje sótt á sjóinn meira af kappi en forsjá, og
víst er um það, að vetrarveiðin hefir oft orðið þjóðinni
býsna dýr. Mannslífin verða ekki metin til fjár.
Sjómennirnir hafa, og auk þessa sýnt í verkinu, að
þeir vilja gera sitt til, að útgerðin geti haldið áfram. Um
síðastliðin áramót gerðu þeir samning um kaupgjald til
3ja ára og skal kaupið breytast með verðlagi innanlands.
Er þetta ómetanlegur hagur fyrir útgerðarmenn, sem all-
an þennan tíma eiga það víst, að veiðin þarf ekki að
stöðvast vegna kaupdeilu við sjómenn. Rísi ágreiningur
um kaupgjald, má jafnan telja það víst, að verkfalla sje
von, þegar veiðin er mest og útgerðarmönnum kemur
verst. Sjómenn hafa með greindum samningi trygt út-
gerðarmenn gegn töpum, sem af slíku hlytu að Ieiða.
Pá hafa ekki þing og stjórn látið sitt eftir liggja. Mest-
ur hluti tekna ríkissjóðs er tekinn með tollum í stað
beinna skatta. Með því tolla nauðsynjar, er unt að hlífa
auðsöfnun og arði úígerðarfjelaganna við beinum skött-
um og þeim þannig gert Ijettara, að safna sjer álitlegum
varasjóðum og tryggja fjárhag sinn.
Ríkisstjórnin hefir jafnvel gengið svo Iangt, að taka á
sig ábyrgðir fyrir bágstödd útgerðarfjelög, og gefið þeim