Réttur - 01.02.1926, Síða 44
46
TOGARAÚTGERÐIN
[Rjettur
innan Iandhelgi hér, áreiðanlega talsvert mikils virði.
Það gera útgerðarmennirnir hjer líka í orði, einkum þeg-
ar talað er um síldveiði Norðmanna hér við land, en á
borði meta þeir hann ekki meira en svo, að þeim þykir
fæstum taka því að nota hann; láta flestir heldur skipin
liggja.
Nýskeð barst hingað sú fregn, að ítalir hefðu í huga
að setja á stofn togaraútgerð í Færeyjum. Enginn efast
um, að ítalarnir kysu heldur að reka útgerðina hjeðan,
ef þess væri kostu. Samt segja okkar útgerðarmenn, að
ekki borgi sig að gera út hjeðan.
Manni verður að spyrja: Er ekki eitthvað bogið
við það, að íslenskri útgerð skuli víst tap, ef sótt
er skamman veg á sömu mið og útlendingar, sem á all-
an hátt eiga óhægra aðstöðu til veiðanna, telja gróða-
vænlegt að sækja á um langan veg.
Enginn kunnugur neitar því, að togaraútgerðin hafi í
heild sinni gefið eigendum góðan arð alt til þessa, þótt
tap hafi ef til vill orðið einstök ár og stöku fjelög farið
um koll. Óræk sönnun þess er hinn öri vöxtur flofans
og eftirsókn útlendinga eftir jafnrjetti til veiðiskapar hjer
á samskonar skipum. Þrjú síðustu ár hafa verið mjög
hagstæð útgerðinni, og eitt þeirra, 1924, hið mesta stór-
gróðaár fyrir útgerðina, sem sögur fara af.
Með þessu ári versnaði útlitið. Lltgerðarmenn telja
Hklegra tap en gróða ef skipunum er haldið út, hætta
saltfiskveiðum snemma vors, langt um fyrri en venja er
til, láta skipin liggja alt suniarið. Nú er komið haust,
venjulegur ísfisktími byrjaður, og enn liggja nær öll skip-
in óhreyfð og ekkert bendir til, að þeim sje ætlað að
fara á veiðar bráðlega.
Peir þúsund menn, sem vinnu höfðu á skipunum og
sköpuðu stórgróðann 1924, eru ekki spurðir álits, þær
þúsundir, sem unnið hafa í landi, heldur ekki. Peir tugir
þúsunda, sem eiga afkomu sína undir útgerðinni beint