Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 45
Rjettur]
TOGARAÚTGERÐIN
47
og óbeint, enn síður, og þjóðin öll, sem þó hefir lagt
ríflega fje og fríðindi til útgerðarinnar, sízt allra.
Hver heilskygn maður játar þó, að fleirum en útgerð-
armönnum einum komi það við, hvort togararnir fara á
veiðar eða liggja við land. Slíkt hefir ekki einasta áhrif
á hag þeirra, sem eiga þar atvinnu sína og afkomu, og
alba, sem viðskifti eiga við þá, heldur og hag hvers
einasta manns í landinu, hag þjóðarinnar sem heild.
En útgerðarmennirnir ráða þar einir. Peim ber að
skráðum lögum engin skylda til að verja einum eyri af
gróða góðu áranna til þess að gera út með tapi þegar
lakar árar. Útgerðin er í flestra augum algert einkamál
þeirra, þeir hafa sama rjett til að leggja togurunum, eins
og að fleygja ónýtri flík.
Pað er nokkurn veginn greinilegt hvert stefnir. Pegar
vel árar og sæmilega, eru togararnir gerðir út og fólki
greitt kaup til lífsframfærslu, skipum fjölgað og fleira
fólk dregið til vinnunnar, þegar stórgróðaár koma, en
flotanum öllum lagt og vinnulýðurinn látinn sitja atvinnu-
og bjargarlaus, þegar taps er von.
Liggur í augum uppi, hver háski hjer er á ferðinni;
ekki aðeins fyrir verkalýðinn, heldur fyrir þjóðina alla.
Og þótt undarlegt megi virðast, þá verður þessi háski
því ægilegri, sem útgerðin græðir meira. Pví meira, sem
hún vex, þess frekari verður hún til fólks og fjár, og
því þyngri skellir vondu áranna, því meira atvinnuleysið
og fjárkreppan, þegar flotinn liggur aðgerðalauus.
Hvað á að gera? Hvernig á að afstýra þessari hættu?
Petta er mesta vandamálið, sem þjóðin nú hefir til úr-
lausnar. Pað er skýlaus skylda hvers hugsandi íslend-
ings, að skapa sjer skoðun á því, að gera sjer Ijóst í
hvert óefni er komið, hvert stefnir og á hvern hátt er
hægt er að kippa þessu í lag.
Setjum svo, að það sje rjett, sem útgerðarmenn segja,
að það borgi sig ekki fyrir þá að gera út.
Aðeins tvær leiðir eru til að bæta úr þessu: önnur