Réttur - 01.02.1926, Síða 49
Rjettur] TOGARAÚTGERÐIN 51
lega og verðinu þar með spilt. Útflytjendur skortir flesta
fje og kunnugleik til að reyna fyrir sjer með nýjar verk-
unaraðferðir, söluaðferðir og sölustaði, og svona mætti
lengi telja.
Með því að setja sölu og útflutning fisksins undir eina
stjórn, mætti fyrst og fremst spara ógrynni fjár, og jafn-
framt væri þá auðvelt, að bæta úr ágöllum þeim á versl-
uninni, sem hjer að framan hefir verið drepið á.
Enginn íslenskur maður mun nú vera svo fjáður, að
hann geti reist eða keypt síldarverksmiðjur við hæfi út-
gerðarinnar, rekið þær og keypt síld og fisk af útgerð-
armönnum öllum, enda myndi það af fáum talið heppi-
legt, að leggja slíkt verk í eins manns hendur, sem að-
eins notaði það sjer til ábata, og engum þyrfti að standa
reikningsskap gerða sinna. Aftur á móti ætti það ekki
að vera útgerðarmönnuni ofvaxið fjárhagslega, að eign-
ast síldarverksmiðjur og annast sölu afurða sinna í sam-
einingu. Til þess að annast söluna þyrftu þeir nálega
ekki að auka rekstursfjeð, ef rjett er að farið.
Hjer að framan hefir verið bent á leiðir til að auka
aflann að vöxtum og verðmæti. En hvað er um kostn-
aðinn? Er hægt að draga úr honum?
Þegar rælt er um hvar draga megi úr reksturskostnaði
útgerðarinnar, benda útgerðarmenn æfinlega á laun verka-
manna og sjómanna. Meðan atvinna þessa fólks er jafn
skammvinn og stopul og verið hefir, meðan það neyðist
til að ganga atvinnulaust mánuðum saman á hverju ári
og getur vænst algers atvinnuleysis svo misserum skiftir,
þegar illa árar, meðan nauðsynjar þess eru margtoilaðar
og launin ekki nema rjett til hnífs og skeiðar, meðan
unnið er, þá er ekki unt að spara á þessum lið án þess
að stofna heilbrigði og þroska fólksins í beina hættu.
Og sá sparnaður getur ekki borgað sig, ekki fyrir þjóð-
fjelagið í heild.
En ýmislegt virðist mega spara á öðrum liðum. Engin
staða hjerlendis hefir til þessa þótt jafn álitleg til fjár og
4*