Réttur - 01.02.1926, Page 50
52
TOGARAÚTGERÐIN
[Rjettui*
togaraskipstjórn. Fróðir menn segja, að þess muni dæmi,
að laun skipstjóra hafi numið nálega jafn miklu og laun
allra háseta á skipi hans. Parna sýnist möguleiki til að
spara, ef rjett er frá sagt. Eitthvað mætti sjálfsagt líka
klípa af launum sumra framkvæmdastjóranna, án þess
heilbrigði þeirra eða starfsþreki væri beinlínis hætta búin.
Og hitt er víst, að það er hægt að fækka þeim all-verulega.
íslensku togararnir eru nú 38 talsins; þeir eru eign 27
útgerðarfjelaga. Eitt fjelag hefir 5 togara, 1 hefir 4, 4
hafa 2 og 21 fjelag hafa 1 togara hvert. Hvert fjelag
hefir sína stjórn, skrifstofu, framkvæmdastjóra (sum
marga) og fasta starfsmenn fleiri eða færri. Flest hafa
sínar eigin fiskstöðvar með húsum, reitum og öðrum
nauðsynlegum tækjum, sjá um manna ráðningu, innkaup
til skipanna og sölu afurðanna hvert í sínu lagi. Auð-
vitað kostar alt þetta ógrynni fjár.
Hugsum okkur, að einn maður ætti alla togarana.
Myndi það ekki talið óðs manns æði, ef hann í stað
þess að hafa þá alla undir einni yfirstjórn, setti upp 27
stjórnir, jafn margar skrifstofur, framkvæmdastjóra og
fiskverkunarstöðvar á einum stað, alt hvað öðru óháð,
og Ijeti síðan framkvæmdastjóra eins skipsins keppa um
sölu við og spilla verði fyrir framkvæmdastjóra ann-
ars skips.
Með því að setja togarana alla undir sameiginlega
stjórn, mætti fyrst og fremst spara ógrynni fjár og losna
við ótal annmarka, sem nú eru á útgerðinni. Jafnfranit
yrði þá auðvelt að koma á samstarfi um verksmiðjurekst-
ur og annað, sem að meðferð aflans lýtur, svo og um
útflutning hans og sölu.
Hjer að framan hefir verið bent á, í hvert óefni kom-
ið er og hvert stefni með stórútgerðina hjer, ef ekkert
er að gert. Jafnframt hefir verið reynt að benda á leið
út úr ógöngunum, sýnt fram á að unt er, að auka afl-
ann bæði að vöxtum og verðmæti, að koma betra lagi