Réttur - 01.02.1926, Page 52
54
TOGARAÚTGERÐIN
[Rjettur
frá því sem nú er, því að styrkur útgerðarmanna í kaup-
deilum, eins og á öðrum sviðum, yrði auðvitað því meiri,
sem fjelagsskapur þeirra væri styrkari og samvinnan nán-
ari og á fleiri sviðum. Og þióðin í heild sinni, væri
jafn rjettlaus til íhlutunar um stjórn og rekstur fyrirtækj-
anna, þótt veltufje hennar og vinnufje haldi þeim við, og
fjárhagsafkoma hennar sje að miklu leyti undir stjórn
þeirra komin.
Og stærstu hættunni: stöðvun útgerðarinnar, algerðu
atvinnuleysi um lengri eða skemri tíma, yrði heldur eigi
afstýrt með þessu.
Altaf geta aflaleysis ár að höndum borið. Ekki er
heldur hægt að fyrirbyggja, að nokkur breyting verði á
verði afurðanna. Altaf getur komið fyrir, að útgerðar-
mönnum þyki ekki borga sig að gera út.
Þótt öflug samvinna væri meðal útgerðarmanna, feng-
ist aldrei nein trygging fyrir því, að gróði góðáranna
yrði notaður til að gera út þegar lakar árar. Útgerðar-
menn hefðu eftir sem áður óskorinn rjett til að leggja
skipunum, hvenær sem þeim gott þykir. Hluthafarnir
gætu ráðstafað arðinum eins og þeim sjálfum sýndist,
notað hann til óhófs og munaðar, flutt með hann af
landi burt eða geymt hann í sokkabolum, hver eftir sín-
um geðþótta.
Alt af getur komið fyrir, að hagsmunir einstaklinganna,
sem eiga að stýra togaraútgerðinni, og hagsmunir þjóð-
arinnar, rekist á. Þótt það geti verið hagur fyrir útgerðar-
menn í bili, að stöðva útgerðina, hlýtur það jafnan að
vera til stórtjóns fyrir þjóðina.
Þjóðarauður okkar íslendinga er ekki svo slórvaxinn. að
við höfum efni á að láta hann liggja ónotaðan, landbúar
ekki svo margir, að starfskraftar þeirra megi fara til
ónýtis. Eigi stórútgerðin að verða til hagsbóta fyrir
verkalýðinn og þjóðina alla, þá verður að búa svo um
hnútana, að gróði góðu áranna sje ekki gerður að eyðslu-
fje eða festur í eign einstakra hluthafa, heldur sje hann