Réttur - 01.02.1926, Page 54
J u d d s
Brjef til
eftir
Upton Sinclair.
Með þessuin titli hefir rithöfundurinn nafnkunni, Bandaríkja-
maðurinn Upton Sinclair, gefið út bækling, er lýsir fjármála- og
atvinnumálaástandi Bandarikjanna sjerstaklega, en pó um Ieið
auðvaldsskipulagi allra pjóða og bendir á leið út úr ógöngunum.
Bæklingurinn er skrifaður í brjefaformi, 19 brjef alls, stiluð til
Judds, verkamannaöldungs, með skorpnar hendur og hnýttar sinar,
sem alla æfina hefir sloppið fram hjá boðum og blindskerjum
skipulagsins. Hann hefir safnað dálitlum eignum og er hinn
ánægðasti með kjör sin og alt hið ríkjandi skipulag. Brjefin miða
að pví að sannfæra slíka menn um, að velmegun sje svikagylling
breidd yfir maðkaveitu sjerdrægni og spillingar. Af pví að brjef
pessi eru bæði snjalt rituð og sterklega rökstudd, er ekki úr vcgi,
að sýnishorn af peim birlist á islenska tungu, enda er efni þeirra
að sumu leyti nýstárlegt íslenskri alpýðu. Eitt brjefið hefir þegar
verið pýtt og birt i vikublaðinu Skutli, og hjer kemur eitt í viðbót.
11. Brjef.
Kæri Judd!
Jeg veit ekki hvort þú hefir nokkru sinni spilað peninga-
spil, en jeg gerði það nokkrum sinnum, þegar jeg var ungur,
Jeg man eftir spili, sem kallað var að »frysta úti«, spilarinn
spilar, þangað til hann hefir tapað öllu spilafje sínu, og spilið
var búið fyrir fult og alt, þegar einn hafði grætt af öllúm.
Pjóðfjelagsskipulagið okkar er einn allsherjarleikur um að
»frysta úti«. Með vetrarkulda, veikindum og dauða sópar
það spilamönnunum út af borðinu, og þeir, sem tapa í spil-
jnu, eru verkamenn veraldarinnar.