Réttur - 01.02.1926, Qupperneq 56
58
BRJEF TIL JUDDS
[Rjettur
þeirra, þegar þeir eru orðnir 65 ára, eftir reynslu ábyrgðar-
fjelaganna. Niðurstaðan verður sú, að einn muni verða sjálf-
stæður efnalega, 4 bjargálna, 5 vinna fyrir sjer með harm-
kvælum, 36 eru dauðir, »margir fyrir ónóga aðhlynningu,
sem úr hefði mátt bæta ef efni leyfðu,« og 54 eru ómagar
á öðrum. »Af þéssum 100 búa aðeins 5 við sæmileg lífs-
kjör.« Parna hefirðu mynd af því, hve mikið ríkasta þjóð
heimsins hefir orðið ágengt í því að búa þegnum sínum
hamingjusama lífdaga.
Móðir vor, náttúran, er eyðslusöm á afkvæmi sín. Hún
skapar miljónir af laxhrognum, til þess að framleiða einn
Iax. Alveg eins var það með mannslífin fyrst í byrjun.
Mankynssagan er röð af frásögnum um heimsveldi, sem risu
upp aðeins til að falla og eyðast, um heil bygðarlög, sem
voru gereydd af íbúum, annaðhvort með plágum, hallæri eða
sverðseggjum. En nú er að byrja að roða fyrir degi skyn-
seminnar. Fáeinir af okkur hafa fengið hugboð um það, að
mannsorkunnar megi gæta og nota hana skynsamlega, og að
mennirnir gætu hætt að eyða tíma sínum í að grafa djúpar
holur í sandinn, til þess eins að fylla þær aftur.
Líttu á styrjaldirnar. Konur ala börn sín með þjáningum
og koma þeim á fót með ástúð og umönnun, og senda þau
svo frá sjer út í heiminn á blómaskeiði æfinnar, til þess að
láta tæta þau í sundur með skotum eða tundurvjelum. Aðrir
vinna í verkstniðjum, sem framleitt gætu margvíslegt til að
auka á hamingju mannlífsins — t. d. bifreiðar, víðvarpstæki,
bækur og hljóðfæri — en í stað þess eru þessir menn látnir
búa til tundurefni, til þess að leggja í rústir heilar borgirog
eiturloft, til þess að eitra íbúana. í heimsstyrjöldinni nýaf-
stöðnu var eitt 30 miljónum mannslífa og verðmætum eign-
um fyrir 300 miljarða dollara — heillar kynslóðar framleiðslu
af nytsömum efnum.
Okkur var lofað því, að þetfa skyldi verða síðasti ófriður-
inn, en hvernig lítur út með efndir á því loforði? Árið
1912 eyddi ríkisstjórn okkar fjórða hluta úr miljarði til her-
mála, og 1926 ætla fjárlög okkar þrefalt hærri upphæð til