Réttur - 01.02.1926, Side 57
Rjettur]
BRJEF TIL JUDDS
59
þeirra mála. Árið 1920 liðaði hagslofa ríkisins í sundur fjár-
lög okkar, og komst að þeirri niðurstöðu, að hernaðarút-
gjöld'n næmu að meðaltali 93% allra ríkisútgjalda. Hugs-
aðu um þetta, Judd, voldug ríkisstjórn eyðir einum dollara
til að hlynna að og vernda líf og eignir manna, meðan hún
notar 13 dollara til að brugga banaráð. Auðvitað segja
hernaðarsinnar, að þessum 13 dollurum sje varið til að varna
því, að aðrar þjóðir eyði bygðir vorar, en hinn augljósi
sannleiki er sá, að með því að eyða öllu þessu fje til her-
búnaðar, komum vjer öðrum þjóðum til að gera hið sanna,
svo að við gætum alveg eins gengið að því sjálfir að eyða
þjóðinni, án þess að kosta svona miklu til.
Eða lítum á barnavinnuna. Við tökum miljón barna út
úr skólunum og setjum þau í verksmiðjur eða námur, og
kyrkjum með því andlegan og líkamlegan vöxt þeirra, og
þegar þau svo vaxa upp sem kripplingar, fábjánar, glæpa-
menn eða sýkilberar, þá borgum við þeirra vegna tífalt eða
hundraðfalt á við það, sem bernskuvinna þeirra gaf af sjer.
Lítum á glæpina, sem eru sprottnir af því, að sárasta fátækt
ríkir við hliðina á takmarkalausum auði. Ef taldir eru bæði
glæpamennirnir sjálfir og þeir, sem lifa af því að handsama
þá og gæta þeirra, eru það 700,000 manns, sem takast frá
nytsamri vinnu. Eða þá konurnar, sem selja sig til saurlifn-
aðar, vegna fátæktar og lágra launa við iðnaðinn. Pað er
fjórðungur úr miljón af konum í landi voru, sem lifa á því
að dreifa út löstum og sjúkdómum, og heilbrigðismálaráð
Bandaríkjanna áætlar, að baráttan við þann ófögnuð kosti
okkur 628 milljónir dollara á ári.
Pað er að líta á vörufölsun í ótal myndum. Ónýtum
vörum og eitruðum matvælum er komið inn á markaðinn
með svikum og blekkingum, auðvitað í hagnaðarskyni. Eða
auglýsingakostnaðurinn. í kapphlaupinu eftir gróðanum er
eytt 1 ’/i miljarði dollara á ári, vinnukraftur meira en 600,000
manns, vinnur til þess eins að telja fólkið á að hætta að
kaupa nytsamar vörur hjá Páli, en kaupa heldur ónýtan varn-
ing hjá Pjetri. Petta er orðin heil borgarastyrjöld í iðnaði