Réttur - 01.02.1926, Side 67
V í ð s j á .
Camoéns.
Það er mjög misjafnt, hvernig stórmenni líta á hnignun
ættjarðar sinnar. Sum finna ástæðu til að hæðast að
smámennum þeim, er fari þar með stjórn og kunni eigi
að lækna veilur skipulagsins; önnur ráðast með hæðni
og háði á galla þjóðarinnar, segja henni óspart til synd-
anna, sýna henni í listaverkum sínum spegilmynd aldar-
farsins; enn önnur reyna með eldmóði ofurhugans, að
hrífa hana upp úr spillingarfeninu og andleysinu, sem
hún er að sökkva niður í. Flestar þjóðir hafa átt slík
hnignunartímabil og sína spámenn eða vandlætara — og
flestir eru þeir kunnir mjög í sögunni; en af einum þeirra
mun lítið orð hafa farið hjer heima og skal hans því
minst að nokkru, þótt rúm 400 ár sjeu liðin frá fæðingu
hans. — Það er þjóðskáld Portúgala — Camoens.
Portúgalska þjóðin er ef til vill einhver hrikalegasta
mynd hverfulleika jarðnesks valds, er getur að líta. Frægð-
aröld hennar er svo skammvinn, en stórfengleg, hnign-
unin svo bráð og geigvænleg, að það minnir á skyndi-
breytingar leikrita eða birtingu halastjarna. Á 16. öld
var þjóðin einhver hin voldugasta í heimi, — nú er hún
undirtylla eyjaþjóðarinnar bresku, sem þá var sem dverg-
ur í samanburði við hana. Minjar þessarar fornu frægðar
eru ekki margar, og einasta minnismerkið, sem þjóðin
andlega hefir reist sjer á þessum tíma og staðið hefir
til vorra daga, er » — Os Lusiadas — « »PortúgaIarnir«,
hetjukvæði Camoens. Pað lifir enn á vörum þjóðarinnar