Réttur - 01.02.1926, Page 69
Rjettur]
VÍÐSJÁ
71
hann fyrir fórnfýsi vina sinna, er gengu í ábyrgð fyrir
hann. 1569, eftir 16 ára dvöl, sneri hann nú heim aftur
úr landi allsnægtanna jafn blásnauður og hann kom.
Þar sem portúgalskir kaupmenn og embættismenn urðu
stórauðugir á skömmum tíma með því að kúga innfæddu
alþýðuna, þar fjekk þjóðskáld Portúgala ekkert nema
hrakninga og skuldafangelsi — og gaf þó þjóð sinni ein-
hvern fegursta gimsteininn, er hún á. — 1571 gaf hann
út rit sitt, fórnaði þjóðinni aleigu sinni — og tileinkaði
það konunginum. Konungurinn þá tileinkunina og var
svo mildur, að gefa skáldinu — leyfi til að mæta við
hirðina og veita honum árslaun, er voru — 25 dalir(!).
Neyð skáldsins óx nú sífelt og hann hefði nú dáið úr
hungri, hefði trúr negri, sem fylgt hafði honum frá Ind-
landi, ekki — betlað fyrir hann á nóttunni. Loks dó
hann, tærður upp af fátækt og gremju, árið 1579. Hvaða
dag og hvaða mánuð veit enginn. Hann lifði það, að
sjá síðustu vonir sínar um viðreisn Portúgals bregðast,
er besti her þjóðarinnar var gersigraður í orustunni við
Alcassar 1578 og konungurinn týndist, en hann losnaði
við að sjá hið sviplega hrun stórveldisins og missi sjálf-
stæðisins, er Spánn innlimaði Portúgal 1580.
Líf hans er því svo sorglegt sem unt er. Hann lifir
í trúnni á framtíð lands síns, ættjarðarást hans gefur hon-
um allan þann kraft, sem hann á. Hann nýtur aldrei
neins af frægð og veldi landsins, er aldrei neins virtur.
Hann sjer hvert stefnir og varar þjóð sína við því í spak-
mælum, íklæddum fegursta listabúningi. Hann hvetur
hana með því að minna hana á forn stórvirki, rifja upp
glæsilegasta tíinabil hennar, lýsa afreksverkum þjóðarinn-
ar í hinu dásamlegasta listaverki. Hann gerir engan ein-
stakan konung eða hetju að aðalpersónunni, það er öll
þjóðarheildin, sem hann yrkir um. Og ekkert dugar. —
En þótt Camoens yrki svo mikið um forna frægð, þá er
hann þó eigi fastheldinn í hugsunarhætti. Hann sjer glögt
hvað verða vill, varar við því, — en enginn má sköpum