Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 70
72
VÍÐSJÁ
[Rjettur
renna. Hann lýsir auði og völdum, en minnir í fögrum
vísum á hættuna, er þeim fylgi, — en þjóðin hrasar jafnt
um steina þessa eftir sem áður. Hann er sem einn al-
sjáandi í hópi blindingja, gripinna af upphefðaræði. Og
hann sjer þá stefna að gjánni, hrópar og varar við —
en er ekki ansað — uns hann að endingu sjer þá vera
að steypast niður, þá þolir hann eigi lengur við.
t>að, sem enn þá gefur Camoens gildi fyrir útlenda
lesendur, er einkum tvent. Pað er hin heita, göfuga til-
finning hans, sem gagntekur ritið, hvort sem hún birtist
sem brennandi ættjarðarást eða djúp samúð með öllum
þeim, sem þjást, og spekin, sem sýnir, hve langt hann
er á undan tíma sínum; mann rekur oft í rogastans yfir
því, hve frjálsan huga maður þessi sýnir á tímum ramm-
asta afturhalds í trúmálum. Hitt — og það ætti einkum
erindi til okkar — er snildarleg lýsing hans á sjónum í
öllum hans myndum, ægilegum og undrablíðum. Hvað
sævarlýsingar snertir, er kvæðabálkur hans einstakur í
sinni röð meðal heljukvæða heimsins. Annars er sögu-
þráðurinn um i>niðja Lususar« ekki skemtilegur, enda of-
inn goðafræði og goðsögnum, er við kunnum ekki við
lengur. — Pað er sál stórmennis og sorgleg örlög hans,
er hrífa okkur; það er svanasöngur stórþjóðar, er einu
sinni var, og sorgarsaga mesta skáldsins, sem hún átti,
sem tvinnast hjer saman við nautn listarinnar í kvæðinu
og gerir það að verkum, að hver, sem kvæðið les, fær
einkennilegar mætur á því og höfundi þess. E. O.
Hetjur.
Hetjudýrkun er tíð mjög, b. e. a. s. tignun þeirra, er
fengið hafa almenna viðurkenningu í sögum og ritum,
þeirra, er dánar eru fyrir æði löngum tíma og hægt er