Réttur - 01.02.1926, Síða 73
Rjettur]
75
VÍÐSJÁ
Erlend skáld.
Israel Zangwill dáinn.
Nýlega er látinn í Midhurst í Englandi einn af kunn-
ustu rithöfundum Breta, Israel Zangwill. Hann var af
Gyðingaættum, fæddur í London árið 1864. Ólst hann
fyrst upp í Gyðingahluta borgarinnar, gekk síðan á há-
skólann í London og tók próf þar. Sem rithöfundur
kom hann fyrst fram 1888, en mesta frægð vann hann
sjer fyrir bókina »The Children of the Ohetto« (Börn Gyð-
ingabæjarins). Kom hún út 1892. Pað er ein af bókum
þeim, er aðeins stórgáfaðir rithöfundar rita og það að-
eins einu sinni á æfinni. Með þessari bók opnaði Zang-
will Englendingum nýjan heim, sýndi sál Gyðinganna og
þó einkum hinar stórfeldu breytingar, er verða á hugs-
unarhætti þeirra og eðlisfari við að flytja frá hverfum
slavnesku borganna til London; einkum sýnir hann þó,
hvernig kynslóðin, sem þar elst upp, kastar alveg af sjer
hinum andlegu fjöttum, einkum lögmálsins, sem eldri
kynslóðin var þrælbundin af. Besta persóna bókarinnar,
Esther Ansell, er svo góð, að vel hefði sómt Balsac og
Dostojevski. — Zangwill var 63 ára, er hann andaðist.
Romain Rolland sextugur.
Romain Rolland, einhver mesti rithöfundur og spek-
ingur Frakka, sem nú er uppi, og eitt mesta göfugmenni
Evrópu, varð 60 ára 29. janúar þ. á. Frægur er Rolland
sem rithöfundur fyrir hina miklu og merkilegu skáldsögu
sína, »Jean Christof«; sem maður er hann tignaður fyrir
sannleiksást sína og djörfung, er best kom í ljós í byrj-
un ófriðarins 1914. Þá var hann einn af þeim fáu tryggu,
er eigi ljetu hrífast með af þjóðernisæsingunum, og barð-
ist gegn æðinu, er greip allar stjettir þjóðanna, en beindi
þó einkum orðum sínum til mentalýðs Evrópu, sem þá
brást hörmulegast þeirri köllun sinni, er þekking hans