Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 78
80
[Rjettur
VÍÐSJÁ
Upton Sinclair: Cry for Justice.
Sinclair er hjer heima kunnastur af sögum þeim, er
þýddar hafa verið eftir hann, »Á refilstigum« (The Jungle)
og »KoIi konungur« (King Coal). Hann heldur sífelt
áfram að rita og virðist ekki minka kraftur hans eða snilli.
Ættu þeir fslendingar, er ensku skilja, að reyna sem mest
að kynna sjer rit hans, því að skarpari nje sannari lýs-
ingu á ástandinu í Bandaríkjunum getur eigi. En einnig
á öðrum sviðum er hann fær, svo sem bók sú, er hjer
skal Iítillega minst á, ber með sjer.
»Cry for justice« (Rjettar-ópið) er úrval úr öllum þeim
skáldritum heimsins, er um þjóðfjelagsmál fjalla, eða hafa
snildar þjóðfjelagslýsingar að geyma. Oetur þar að líta
mörg af fegurstu og viðkvæmustu kvæðum heimsbók-
mentanna samfara róttækum byltingasöngvum, kafla úr
skáldsögum, blaðagreinum og slíku, spakmæli og ræðu-
stúfa, smásögur og jafnvel naprar skrítlur. Og ekki er
trúarbragðaritunum gleymt. Er úrvalið vel gert og þó
um auðugan garð að gresja; jafnvel Edda okkar er þar
með. Auk þess er bókin prýdd nokkrum ágætum mynd-
um. Hún er hin eigulegasta, kostar 1,25 dollar óbundin
og fæst, sem allar bækur Sinclairs, frá honum sjálfum
(U. Sinclair, Pasadena, California, U. S. A.).