Réttur - 01.02.1926, Side 79
Um þjóðnýtingu.
[í grein peirri, er hjer fer á eftir, hef jeg aðallega stuðst við
nefndarálit þjóðnýtingarnefndarinnar norsku (Henstilling fra Socialis-
eringskomitéen, Kria 1924), sumstaðar þýtt orðrjetta kafla, en þó
víða vikið frá og dregið efnið saman. Einnig hef jeg stuðst við
önnur fræðirit, og er þeirra sumstaðar getið, og höfunda þeirra).
Sögudrög.
Á tímum hinnar fyrstu siðmenningar komu þegar fram
raddir um það, að breyta einkaeigna fyrirkomulagi þjóð-
fjelagsins, yfir í snið sameignar og samvinnu. Hugmynd
þessi hefur oft fengið formælendur, bæði í fornöld, mið-
öld og nýrri tímum. Hugmyndin um sameign þjóðfjelags-
heildarinnar stóð djúpum rótum í hinni upprunalegu
kristni og var kend af kirkjufeðrum fyrri alda. Á seinni
tímum hafa fyrirsvarsmenn þessara kenninga aðallega
verið heimsspekingar, mannvinir og endurbótamenn á
þjóðmálasviðum. Stundum hafa jafnvel trúhneygðir mann-
vinir gert ýmsar tilraunir til þess að mynda sameignafjelög
á kristilegum grundvellí. En engar af tilraunum þessum
hafa þó átt sjer langan aldur. Peir menn, er þannig hafa
leitast við að koma sameignaskipulaginu í framkvæmd,
hafa eftir skamma eða langa stund verið bældir niður af
ríki og kirkju, verk þeirra eyðilögð, en þeir sjálfir dæmdir
sem þjóðfjelagsfjendur og vantrúarmenn.
f frönsku stjórnarbyltingunni, sem var eingöngu borg-
aralegs eðlis, og varð til þess að brjóta stjórnmála- og
fjárhagshlekki Ijensvaldsins af borgarastjettinni, var aðeins
6