Réttur - 01.02.1926, Síða 87
Rjettur] UM ÞJÓÐNÝTINGU 89
og sveita. Hvað þetta atriði snertir, hefir þjóðnýtingin
ekki í för með sjer neitt sjerstakt nýtt fyrirkomulag,
heldur aukningu og samsafn þess opinbera og almenna
eignarjettar, er fyr og síðar, hefur altaf að meira eða
minna leyti verið í höndum ríkis eða hjeraða.
Um leið og þjóðnýtingin komst í framkvæmd, hverfa
allar einka tekjur af hinum þjóðnýttu verðmætum (landi
og framleiðslutækjum), og bæði landsleigan og aðrar
auðmagnstekjur (tekjur af arðberandi eignum) verða eftir
það þjóðfjelagseign.
Pað skiftir í raun og veru ekki neinu máli, hugtakslega
sjeð, hvort þjóðnýtingin er framkvæmd með eða án
endurgjalds, með eignarnámi (ekspropriation) eða eigna-
töku (konfiskation).
Það hefir oft verið álitið, að jafnaðarstefnan, og þar
af leiðandi þjóðnýtingin, yrði eftir eðli sínu að ná til
allra framleiðslutækja, og allrar framleiðslu. En þessi
ályktun er bygð á misskilningi á því, hvert er eðli og
tilgangur þjóðnýtingarinnar, enda munu flestir jafnaðar-
menn nú á dögum, hafa fallið frá þessari kenningu. Pví
til sönnunar má t. d. benda á bók Philip Snowdens:
»Socialism and syndicalism«, því þar segir meðal annars:
»Jafnaðarstefnan vill færa yfir á hendur þjóðfjelagsheild-
arinnar aðeins þau framleiðslutæki, sem haganlegt er og
eðlilegt að þjóðfjelagið reki«. Einmitt í samræmi við þetta,
sagði forsætisráðherra hins fyrsta jafnaðarmannaráðu-
neytis í Ástralíu, J. C. Wolson: »það er ekki ætlun okkar
að færa þjóðfjelagsrjettinn yfir alt. Jafnvel þó við hefðum
hinn ákveðnasta meirihluta að baki, myndum við ekki
reyna að þjóðnýta alla framleiðslu«.
Pað er nú orðið alment viðurkent, og er bæði í fullu
samræmi við hugsjón jafnaðarstefnunnar og hagfræði-
legar staðreyndir atvinnulífsins, að þjóðnýta beri aðeins
þá framleiðslu, sem aðallega er rekin með keyptu vinnu-
afli (kollektiv framleiðsla), eða sú framleiðsla, sem er vel
til þess löguð, að vera rekin þannig. Og það er ekki