Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 89
Rjettur] UM ÞJÓÐNYTINGU 91
svo yrði aftur varið til fjárhagslegra framkvæmda. Fyrst
og fremst er þess að geta, eins og Wicksell sjálfur játar,
að jafnaðarmannaríkið mun sjálft annast um fjársöfnun
innan sinna vjebanda, af ágóða hinna þjóðnýttu fyrir-
tækja. En auk þess verður það ekki álitið, að vextir af
fje, í riki með þjóðnýttri framleiðslu, sje nokkur nauð-
synlegur spori fyrir fjársöfnun einstaklinganna, til við-
bótar við hið þjóðnýtta fjármagn. Hin mesta hvöt ein-
staklinganna til fjársöfnunar, — að minsta kosti þeirra.
er lítið eiga, en þeir einir koma hjer til athugunar — er
ekki það að fá vexti af fje sinu, heldur hitt að tryggja
sjer og sínum viðunanlegt líf, ef óhöpp og vanheilsu ber
að höndum. En þessi sparnaðarhvöt getur fyllilega notið
sín í jafnaðarmanna þjóðfjelagi, nema því aðeins að þjóð-
fjelagið taki að sjer að sjá farborða þeim, er ekki geta
einhverra óviðráðanlegra ástæðna vegna, sjeð fyrir sjer
og sínum. Jafnvel þó vextir af peningum sjeu afnumdir,
getur verið full ástæða til þess að gera ráð fyrir nokk-
urri fjársöfnun, meðal einstaklinganna, sem geymt verði
í þjóðnýttum bönkum, þrátt fyrir það, þó þjóðfjelagið
hafi eitt rjett til þess að verja peningum til arðvænlegrar
framleiðslu. Með þjóðnýtingu framleiðslunnar, verða vext-
ir af peningaeign einstaklinganna þannig algerlega ónauð-
synlegir, auk þess sem slíkt fyrirkomulag brýtur í bága
við höfuðtilgang þjóðnýtingarinnar: að afnema það skipu-
lag að einstaka menn hljóti höfuðarðinn af vinnu annara.
Framleiðsluhættir,
Af skilgreiningu þeirri, er hjer á undan hefur verið
gerð, sjest það, að auk þess sem þjóðfjelagið tekur að
sjer eignarrjettinn yfir framleiðslutækjunum, verður það
einnig að annast um framleiðsluna. Vitanlega er ekki
hægt að tala um að framleiðslutækin sjeu þjóðnýtt, þó
að ríki eða hjeruð hafi tekið þau í sínar hendur, ef að
þau væru þar á eftir seld einstaklingum á leigu, gegn á-