Réttur - 01.02.1926, Side 91
Rjettur] UM ÞJÓÐNYTINGU 93
heildarinnar. Sjerstaklega ber að leggja áherslu á það, að
fullnægt sje þörfum framleiðenda, neytenda og þjóðfjel-
agsheildarinnar yfirleitt, en sje hagsmuna allra þessara
aðila gætt rjettilega, má mikið á sama standa, hvaða að-
ferð er fylgt við dreifingu verðmætanna.
Pjóðnýtt dreifing framleiðslunnar, (eða verslun) hlýtur
því algerlega að vera háð lýðræðisstjórn, þannig, að henni
verði stjórnað af kjörnum fulltrúum þjóðfjelagsheildar-
innar, með þarfir alþjóðar fyrir augum.
Enda þótt framangreind skýring á þjóðnýttri fram-
leiðsludreifingu, ætti ekki að gefa ástæðu til efasemda
og misskilnings, þykir þó rjettara, til skilningsauka að
nefna nokkur dæmi þess, sem stundum er ruglað saman
við þjóðnýtta dreifingu, en fellur þó ekki þar undir.
Pað ætti að vera óþarfi að taka það fram, að hin
barnalega hugmynd sumra manna um það, að jafnaðar-
stefnan eða þjóðnýtingin sje í því fólgin, að skifta öllum
verðmætum jafnt upp á milli ailra manna, er hin mesta
bábilja, sem ekkert á skylt við þessar þjóðfjelagskenn-
ingar. Með þjóðnýtingu er alls ekki átt við að skifta
verðmætunum milli manna, heldur að gera þau öll sam-
eiginlega eign heildarinnar. En á því er mikill munur,
eins og allir mega sjá.
Opinber verslun, ríkis eða hjeraða, er venjulega alls
ekki þjóðnýtt verslun. Pó að þjóðfjelagið sjálft hafi með
því móti aðalhaginn af versluninni, í stað þess sem ein-
staklingarnir njóta þess arðs, þegar þeir hafa verslunina
sjálfir með höndum, er þessi aðferð þó að miklu leyti
með fullum einkennum auðvaldsskipulagsins. Petta hefir
verið mjög vel og skýrt fram tekið af mörgum helstu
og bestu rithöfundum jafnaðarstefnunnar. T. d. segir
Kautsky á einum stað í ritum sínum, að þjóðnýtt verslun,
sje skipulagsbundin dreifing framleiðslunnar, undir stjórn
og eftirliti allrar þjóðfjelagsheildarinnar, í stað þess sem
ríkisverslun í auðvaldsríki, sje einungis háð stjettastjórn
burgeisa, Bebell segir líka um ríkisverslun auðvaldsins, að