Réttur - 01.02.1926, Page 92
94
UM ÞJÓÐNYTINGU
[Rjettur
hún sje algerlega rekin með auðvaldsskipulagi, og að
hvorki verkamenn nje aðrir starfsmenn slíkra fyrirtækja
hafi nokkur sjerstök hlunnindi af henni, enda komi ríkið
fram sem harðvítugur atvinnurekandi, og annað ekki.
Og ennþá skýrara kemur þessi skoðun fram hjá hinum
merka jafnaðarmanni og rithöfundi, núverandi utanríkis-
ráðherra Emil Vaudervelde, í hinni ágætu bók hans:
»Socialismen mot Staten*, þar segir meðal annars: »Ætl-
un jafnaðarstefnunnar er alls ekki sú að afnema auðvalds-
stjórn einstaklinganna, en koma í stað þess á ríkisauð-
valdsstjórn, heldur að afnema hvorutveggja, en taka í stað
þess upp framleiðslu og verslun þjóðfjelagsheildarinnar,
undir beinni og áhrifaríkri stjórn hennar«.
Eins og ríkisverslun er víðast rekin nú á tímum, er
hún fjarskyld þjóðnýttri verslun vegna þess: 1) að henni
er stjórnað af fámennu flokksráðuneyti, án þess að fram-
leiðendur og neytendur taki nokkurn beinan þátt í þeirri
stjórn, 2) af því að venjulega er ekkert hirt um það, þó
neytendurnir þurfi að greiða óhæfilega hátt verð fyrir hin
seldu verðmæti, og eins hitt, að verkamenn og aðrir, er
að slíkri verslun vinna, fá alls ekki greitt sannvirði vinnu
sinnar.
Pjóðmálastefnur þær, er eingöngu gera kröfur um það
að alt land sje þjóðnýtt (agrarsocialismus), eða þá að alls-
herjar jarðskatti sje komið á, og með því sje einnig náð
sama takmarkinu, að þjóðnýta alt land (Qeorgeismus), eru
í raun og veru ekki almennar þjóðnýtingastefnur, af því
að báðar þessar stefnur hafa einungis að takmarki að
koma í framkvæmd einstaka atriðum úr jafnaðarstefnunni,
en vilja að öðru leyti halda óbreyttum framleiðsluhætti
auðvaldsskipulagsins.
Peir, sem einungis vilja keppa að því, að koma dreif-
ingu framleiðslunnar eingöngu í hendur fjelagsbundinna
samtaka, undir stjórn framleiðendanna sjálfra, eru í eðli
sínu fjarri takmarki þjóðnýtingar. Með þeim hætti er fram-
leiðslumagnið ekki eign allrar þjóðfjelagsheildarinnar, held-