Réttur - 01.02.1926, Page 93
Rjettur] UM ÞJÓÐNYTINGU 95
ur einstakra deilda hennar. Sú aðferð heldur líka sam-
kepninni við Iíði, að minsta kosti á milli hinna einstöku
framleiðslugreina, þó hún hinsvegar útiloki hana, meðal
einstaklinga innan sömu framleiðslugreinar. Með þessum
hætti er neytendunum og varnað að hafa rjettmætt eftirlit
með framleiðslunni. Pessi þjóðmálastefna er þessvegna í
beinni andstöðu við þjóðnýtingarhugmyndina, sem kepp-
ir að því að afnema með öllu hina óhollu samkepni, en
koma framleiðslunni í stað þess undir yfirráð alls þjóð-
fjelagsins, með það fyrir augum, að verðmæti sjeu fram-
leidd og þeim úthlutað í algerðu samræmi við hag þjóð-
fjelagsheildarinnar.
Með sama móti er heldur ekki um þjóðnýtingu að
ræða hjá þeim mönnum, sem berjast fyrir því, að fá
framleiðsluna eingöngu í hendur verkamönnurn og öðr-
um starfsmönnum, er vinna að hverri framleiðslugrein
fyrir sig. Tilætlun þeirra manna, er einungis sú, að koma
fremleiðslunni í hendur samvinnu framleiðslufjelaga, sem
stjórnað er eftir reglum auðvaldsskipulagsins, með það
eitt fyrir augum, að þeir einir hafi hag af framleiðslunni,
er slíkan fjelagsskap mynda, án nokkurs tillits til þeirra,
er utan við hann standa. Fjelagsbundin samvinnufram-
leiðsla og sala, er því ein grein auðmagnsskipulagsins,
sem aðeins leiðir til þess, að það myndast stærri hópur
smá auðmanna, í stað færri en auðugri einstaklinga.
F*etta er og viðurkent og fram tekið af mörgum rithöf-
undum og kennimönnum jafnaðarstefnunnar. Þannig segir
Thv. Aarun á einum stað í ritum sínum: »Framleiðslu-
fjelög með samvinnusniði eru mynduð með það eitt fyrir
augum að hirða sjálf hagnaðinn af framleiðslunni«.
Annar rithöfundur segir einnig að slíkur fjelagsskapur,
sverji sig í ætt við auðvaldsskipulagið, með því að halda
uppi samkepninni.
Öðru máli gegnir að nokkru um samvinnufjelag neyt-
endanna, því þau miða að sumu leyti í áttina til þjóð-
nýtingar, með þvi að hagnaðurinn af dreifingu fram-