Réttur - 01.02.1926, Qupperneq 94
96
UM ÞJÓÐNYTINGU
[Rjettur
leiðsluverðmætanna, lendir í vösum neytendanna sjálfra.
En með því að slíkum fjelagsskap hættir oft til þess að
styðja hag neytendanna á kostnað framleiðendanna, og
með því einnig, að starfsmenn, sem að slíkum fyrirtækj-
um vinna, bera ekki altaf það úr býtum, sem rjettmætt
er, nær þetta fyrirkomulag ekki inn að kjarna þjóðnýt-
ingarhugsjónarinnar. Til þess þyrfti að gera þær kröfur,
að þessi samvinnufjelög stæðu undir beinni og áhrifaríkri
stjórn þjóðfjelagsins, og að útrýmt væri þar öllum reip-
drætti milli framleiðenda og neytenda.
Til þess að um raunverulega þjóðnýtingu sje að ræða,
verður að uppfylla öll þau skilyrði, sem tilgreind eru í
framannefndri skilgreiningu hugtaksins, bæði hvað snertir
eignarjett, framleiðsluhætti og dreifingu framleiðslunnar.
Pað er þessvegna misskilningur á hugtakinu, þegar það
er nefnt þjóðnýtingarstarfsemi, er þjóðfjelagið að meira
eða minna leyti, hefir afskifti eða eftirlit af framleiðslu
eða viðskiftalifi, með það fyrir augum, að hafa bætandi
áhrif, án þess þó að umráðin og eignarjetturinn, sjeu
færð yfir á þjóðfjelagsheildina að öllu leyti. Alveg á sama
hátt, eins og atvinnurekstur ríkis og hjeraða, miðar í
raun og veru ekki í áttina til þjóðnýtingar, á meðan
þessum fyrirtækjum er stjórnað og þau rekin með sama
móti og einkaeignafyrirtæki auðvaldsins, ekkert frekar, jafn-
vel síður, er þjóðnýting í því innifalin, að þjóðfjelagið
hafi aðeins smá eftirlit eða athugun með atvinnurekstri
einstaklinganna. Pegar ríkisvaldið tekur í taumana til
þess eins að draga örlítið úr gróða auðmannanna, eða
takmarka að einhverju litlu leyti umráð þeirra yfir stjórn
framleiðslunnar, eins og t. d. ákvæði um lágmarks verka-
kaup, hámark á vöruverðlagi, ákvæði um ágóðaþóknun
eða rekstursráð''), má að vísu skoða slíkar ákvarðanir
sem byrjun eða undirbúning undir þjóðnýtingu atvinnu-
veganna. En raunverulega eru þetta aðeins þjóðfjelags-
*) Sbr. grein mína i X. árg. »Rjettar«, bls. 36—51, um rekstursráð.