Réttur - 01.02.1926, Side 95
Rjettur]
UM ÞJÓÐNYTINGU
97
endurbætur, við ríkjandi þjóðskipulag og auðvaldsfram-
leiðslu, en geta ekki skóðast sem þjóðnýting, sem skil-
yrðislaust heimtar afnám eignarrjettar einstaklinganna á
framleiðslutækjunum, og skipulagsbundinn rekstur þeirra
með lýðræðisstjórn, með það eitt fyrir augum, að alþjóð
fái öll rjettilega notið hagnaðarins af framleiðslu og auðs-
uppsprettulindum ríkisins.
Takmark þjóðnýtingar.
Af skilgreiningu þeirri, er gerð hefir verið á þjóðnýt-
ingarhugtakinu, leiðir það, að takmark þjóðnýtingar er að
afnema að meira eða minna leyti framleiðsluskipulag auð-
valdsins með því: 1) að koma í veg fyrir að framleiðsl-
an sje rekin með það eitt fyrir augum að einstakir menn
njóti höfuðarðsins af henni, heldur verði það þjóðfjelag-
iö alt í heild sinni, er þann hagnað hreppi. 2) að afnema
bæði hina frjálsu samkepni og auðvaldshringa, en setja í
stað þess vísindalega skipulagða samvinnu á milli auð-
magns og vinnuafls. 3) að afnema ágóða þann, er ein-
staka atvinnurekendur hafa af aðkeyptu vinnuafli. 4) að
gera hinn eignalausa og auðmagnsháða vinnulýð að
frjálsum og fjárhagslega sjálfstæðum meðeigendum og
meðstjórnendum þjóðarauðsins.
Allir núverandi fræðimenn og frumherjar jafnaðarstefn-
unnar, hvort þeir heldur telja sig til lýðræðisjafnaðar-
manna (Socialdemokrater), sameignamanna (Kommunister)
endurbótamanna eða byltingasinna, munu vera á einu
máli um þetta takmark þjóðnýtingarinnar, sem hefur það
í för með sjer, að mennirnir verði ekki lengur þrælar
auðmagnsins, heldur auðmagnið þjónn þeirra.
Leiðir til þjöðnýtingar.
Sú eina leið, er liggur að stefnumarki þjóðnýtingar, er
sú að flytja umráð nothæfra framleiðslutækja, sem nú eru
7