Réttur - 01.02.1926, Qupperneq 96
98 UM ÞJÓÐNYTINGU |Rjettur
og hæf þykja til reksturs með keyptu vinnuafli, til þjóð-
fjelaqsheildarinnar, og nytja þau með heill alþjóðar fyrir
augum. Bæði allir núverandi fræðimenn jafnaðarstefnunn-
ar, og stefnuskrár allra jafnaðarmannaflokka, eru sam-
mála um þetta atriði.
í stefnuskrá Alþýðuflokksins íslenska, er þetta orðað
þannig: »Ö1I framleiðslutæki sjeu þjóðareign og fram-
leiðslan rekin af hinu opinbera, af vísindalegri hagsýni,
með þarfir þjóðarinnar allrar fyrir augum«. í stefnuskrá
norska verkamannaflokksins segir, að afnema eigi einka-
eign auðmagnsins, sem notuð sje til þess að græða á
vinnu annara. í stefnuskrá (lýðræðis) jafnaðarmannaflokks-
ins norska, er sagt að stefna eigi að því að þjóðnýta öll
náttúruauðæfi, iðngreinar, banka og samgöngutæki, sem
nauðsynleg sjeu til almennrar hagnýtslu.
Pó að fræðimenn kunni að greina á um einstaka atriði,
hvað snertir stjórn þjóðnýttra fyrirtækja, þá eru þó allir
á einu máli um það, að öll slík framleiðsla verði að
vera rekin undir ákveðinni og skipulagðri lýðrœðisstjórn,
en ekki háð yfirráðum einstakra stjórnmálaflokka, eða
pólitísks ríkisvalds. Vitanlega verður hverju fyrirtæki aðal-
lega að vera stjórnað af nefnd valinna sjerfróðra manna,
undir stöðugu eftirliti og aðgæslu fulltrúa, bæði fyrir
neytendur, framleiðendur og alla þjóðfjelagsheildina. En
það er alls ekki auðið að setja tæmandi og ákveðna
reglu um slíka stjórn, því hjer koma til greina mjög
mörg og mismunandi atriði. Auk þess verður að sníða
slíka stjórn og starfrækslu eftir þjóðar- og atvinnuháttum
hvers lands eða ríkis. Á þetta hefir meðal annars verið
bent af hinum heimsfræga rithöfundi og skáldi Bernhard
Shaw, þar sem hann segir að jafnaðarstefnan og þjóð-
nýtingin í Bretaveldi, verði að vera bundin og miðuð
við breska framleiðslu, og breskt atvinnulíf og hugsunar-
hátt. Þjóðnýtingin og fyrirkomulag hennar, verður því
aldrei steypt í eitt og sama form, er eigi jafnt við í öll-
um löndum, og meðal allra þjóða. Staðhættir, atvinnulíf