Réttur - 01.02.1926, Side 101
Rjettur]
KOMMUNISMINN OG BÆNDUR
103
selja land sitt, er þeir risu ekki lengur undir kvölunum og
urðu að Ieita á náðir aðalsins og gerast ánauðugir. F’róunin
stefndi í þá átt að útrýma frjálsum bændum.
Á miðöldunum voru bændauppreistir mjög tíðar. En þeim
lauk jafnan þannig að bændurnir, sem voru skipulagslausir og
forustulausir, vopnlausir og menningarsnauðir, urðu að lúta í
lægra haldi fyrir hinni voldugu yfirráðastjett. En með þróun
borgarastjettarinnar, rofar til fyrir bændunum. Ljensvaldið var
í heild sinni andstætt hagsmunum borgaranna, rjettaróvissan,
stjórnleysið, einkarjettindin, atvinnuhöftin og bændaánauðin.
Borgararnir óskuðu eftir efnaðri og frjálsri bændastjett, er gæti
keypt vörur þeirra. Borgararnir höfðu öll þau skilyrði, sem
góð eru til forustu í byltingastarfsemi. Með fjármagni sínu
höfðu þeir skapað sjer þjóðfjelagslegt vald og sjálfstæð vís-
indi og bókmentir, sem báru af öllu öðru, sem áður hafði
verið ritað í heiminum. Peir kunnu að hagnýta sjer mátt fjöld-
ans, hinna undirokuðu stjetta, verkalýðs og bænda, og undir
forustu þeirra sigraði hið borgaralega frelsi og Ijensvaldið varð
að rýma.
En á þessum grundvelli varð borgaralega byltingin aldrei
fullkomnuð. í Austur- og Mið-Evrópu varð aðallinn að láta
undan fyrir brýnustu kröfum borgaranna og ryðja úr vegi ýms-
um tálmunum fyrir þróun auðvaldsins. En með þróun auð-
valdsins breytist afstaða stjettanna mjög. Verkalýðurinn verður
að þjóðfjelagslegum mætti, sem er andvígur borgurunum, hann
tekur að bindast samtökum og »allstaðar í Evrópu slær ógn
og ótta á valdhafana«. En það sem ríður baggamuninn, er
þróun síðkapitalismans, stórveldastefnunnar. Eftirfarandi tölur
gefa nokkurt yfirlit yfir þessa þróun. Árið 1876 voru nýlend-
ur Evrópuþjóðanna 40,5 milljónir ferkílómetra samtals, með
273,8 milljónum íbúa. Arið 1914 voru nýlendur Evrópu-stór-
veldanna, Bandarfkjanna og Japans samtals 65,0 milljónir fer-
kílómetrar með 523,4 mil. íbúum. Hjer með eru þó ekki tald-
ar nýlendur smærri Evrópuríkja nje lönd þau, sem voru fjár-
hagslega á valdi stórveldanna en sjálfstæð að nafni, svo sem
Kína, Tyrkland og Persía. Heimalöndin, sem áttu þessar ný-