Réttur - 01.02.1926, Side 103
Rjettur]
KOMMÚNISMINN OG BÆNDUR
105
hvernig það er andstætt hagsmunum alls þorrans meðal bænda.
Umbótakák borgaranna eftir stríðið reyndist lítilsvirði og los-
aði bændur hvergi nærri við kúgunararf miðaldaskipulagsins.
Samt sem áður er það staðreynd, að í flestum Evrópulönd-
unum er meiri hluti bænda enn í bandalagi við borgarastjett-
fna. Enda er það beinlínis lífsskilyrði fyrir yfirráðastjettina að
halda góðu samkomulagi við bændurna, sem eru 60 — 70°/o
af öllum fbúum jarðarinnar. Á hverju grundvallast þá þessi
samvinna?
Staða bænda í þjóðfjelaginu er að því leyti borgaraleg, að
þeir eru framleiðendur. Ef þeir hafa launaða verkamenn í
þjónustu sinni, hafa þeir því sameiginlega hagsmuni við aðra
atvinnurekendur um lág vinnulaun, einkum ef þeir framleiða
fyrir erlendan msrkað og kaupgeta verkalýðsins er þeim lítið
áhugamál. Petta reyna auðvaldsblöðin oft og einatt að gera
að aðalatriði. Pessar tilraunir eru þó hreint og beint broslegar
þegar nánar er aðgætt. Víðast hvar í heiminum eru það að-
eins örfáir bændur af hundraði hverju, sem hafa launaða
verkamenn svo nokkru muni í þjónustu sinni, en allur þorr-
inn notar alls enga launavinnu eða þá ekki í stærri stíl en
svo að örlitlu munar á búreikningum þeirra. Hinsvegar eru
lág vinnulaun aðaláhugamál allra iðnaðarauðmanna. — Annað
atriði eru verndartollarnir. Iðjuhöldarnir aðstoða bændur til
að halda uppi háum verndartollum á landbúnaðarafurðum á
kostnað neytenda og fá þann styrk ríflega endurgoldin í fje
því, sem bændur greiða þeim fyrir iðnaðarafurðir, verkfæri
og búsáhöld. Flest af þessari nauðsynjavöru bændanna er í
höndum einokunarhringa, sem einnig halda uppi okri sínu
með verndartollum. Pað er því augljóst að þessi atvinnumála-
stefna er ekki öðru sveitafólki í hag en fáum landeigendum
og stórbændum, sem hafa mikið í veltunni. En almenningi í
sveitunum er þetta ekki ljóst. — Pá er þriðja og mikilvæg-
asta atriðið, en það er einokun peningavaldsins á lánastofnun-
um. í júnf síðastliðið ár var kölluð saman samkunda í Varsjá
að undirlagi svokallaðrar »AIþjóðanefndar bænda«. Voru þar
saman komnir stórbændur og auðmenn frá ýmsum löndum.