Réttur - 01.02.1926, Page 104
106
KOMMUNISMINN OG BÆNDUR
[Riettur
Á ráðstefnu þessari var samþykt að gera tilraun til að fá
þessari auðvaldsframkvæmdarnefnd og deiidum hennar í ein-
stökum löndum umráð yfir öllum lánum til Iandbúnaðar. Með
öðrum orðum, hjer er um að ræða tilraun til að koma á fót
heimshring, sem hefur yfirráð yfir öllu fjármagni Iandbúnaðar-
ins og hefur þannig mál bænda í hendi sjer, getur keypt
samvinnufjelög þeirra til fylgis o. s. frv.
Pá er eftir að teljá það atriði, sem mest vegur. Borgarar
og stórbændur eru menningarleg yfirráðastjett. Blöðin, bæk-
urnar, kirkjurnar, skólarnir, fyrirlesarar á opinberum samkom-
um o. s. frv. tala máli þeirra og halda bændum í trúnni á
hleypidómana og blekkingarnar. Landbúnaðinum er þannig
háttað að bændur standa miklu ver að vígi menningarlega en
verkalýðurinn. Þeir eru dreifðir, oft samtakalausir með öllu og
andleg samvinna meðal þeirra á við ótal örðugleika að stríða;
þeir eru fjarlagir menningarstraumunum og eru þannig alger-
lega háðir forráðum efnaðri stjettanna, að því er snertir þekk-
ing og skilning á því, sem er að gerast í kringum þá.
Þrátt fyrir alt þetta verður því ekki neitað, að rofað hefir til
og stjettameðvitund bænda aukist mjög síðan ófriðinn mikla.
í Rússlandi er nú verkalýðurinn yfirráðastjett í náinni sam-
vinnu og bandalagi við bændur. Annarstaðar í Austur-Evrópu
hafa bændur mjög nálgast verkalýðinn og fjarlægst borgara-
stjettina, er augljóst varð að umbótatilraunirnar voru hjóm eitt
og skattarnir og skyldurnar — og skuldirnar ukust og marg-
földuðust. »Rjettur« hefir áður skýrt nokkuð frá viðburðunum
í Búlgaríu. F*ar f landi hafa bændur og verkamenn staðið hlið
við hlið í borgarastyrjöld gegn auðvaldinu. í Mið-Evrópu hafa
miljónir bænda stutt kommúnista við þingkosningar. — Kar-
pato Rússland er ungverskt hjerað, sem Tjekko-slóvakar fengu
við friðarsamningana í Versölum. 80% íbúanna eru bændur.
Karpato-Rússland tilheyrði Ungverjalandi meðan kommúnistar
höfðu völdin þar. Landsbúar hafa því nokkra reynslu um verk-
lýðsbyltinguna og þó ekki sem skyldi, því ungversku kommún-
istunum auðnaðist ekki að reka jafn ötula og skynsamlega
bændapólitík og rússneska flokknum. Við kosningar í þessu