Réttur - 01.02.1926, Síða 105
Rjettur]
KOMMÚNISMINN OG BÆNDUR
107
hjeraði 1924, fengu Tjekknesku kommúnistarnir 40°/o allra
greiddra atkvæða.
I Bandaríkjunum starfa kommúnistiskir bændur og verka-
menn saman í einum flokk eða flokksbandalagi, »Farmer and
Labour Party«.
A hverju grundvallast þá samvinna verkalýðs og bænda?
Samvinna tveggja stjetta, sem er annað og meira en orða-
gjálfur, hlýtur að byggjast á sameiginlegum hagsmunum eða
bandalagi um hagsmunabætur, sem ekki eru í mótsetningu
hverjar við aðra. Fyrst skulum vjer athuga það, sem komm-
únistar berjast fyrir innan núverandi skipulags og því næst
samvinnu undirokuðu stjettanna, eftir að þær hafa tekið völdin.
Innan núverandi skipulags krefjast kommúnistar afnáms mið-
aldaleifanna í sveitunum, að bændum sje úthlutað landi ann-
aðhvort endurgjaldslaust eða með svo vægum kjörum, að þeim
sje trygt lífvænlegt framfæri fjölskyldu sinnar. Að komið sje
á fót ríkislánastofnunum, sem láni bændum fje til ræktunar
og verkfæra og vjelakaupa með svo vægum kjörum, að fjeð
renti sig þegar í stað. Rekstrarfje slikra stofnana sje aflað með
sjerstökum skatti á stórframleiðendur. Samvinnufjelögin sjeu
skattfrjáls og njóti sjerstakra hlunninda lánastofnananna. Enn-
fremur sjeu allir tollar afnumdir og sæmilegur lífeyrir manna
skattfrjáls. Með sjerstakri löggjöf sje komið í veg fyrir okur
einokunarhringana og gróðabrall með jarðir. Ríflegt fje sje
lagt til samgöngubóta og annara stórfyrirtækja, sem horfa til
framfara fyrir landbúnaðinn. Alþýðumentun og sjermentun
sveitafólksins sje komið í viðunanlegt horf og sjeð svo um,
að öllum sje kleift að sækja skóla þá, sem stofnaðir eru í því
skyni.
Auðvitað verður endirinn sá, að í baráttunni fyrir þessum
hagsmunabótum verður bændum það ljóst, að þær eru flestar
óframkvæmanlegar innan núverandi þjóðfjelags og að nauð-
synlegt er fyrir undirokuðu stjettirnar að taka ríkisvaldið í
sínar hendur til þess að koma þeim í framkvæmd. Pví betra,
því nær sem þær eru framkvæmdinni.