Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 110
Yfir eyðimörkina.
Yfir eyðimörkina —
inn á fyrirheitna landið.
Kafli úr stólræðu eftir sr. Gunnar Benediktsson.
Sagan um för ísraelsmanna yfir eyðimörkina, er ör-
lagaríkasti kaflinn í sögu einnar merkustu þjóðar heims-
ins. Jatnframt er hún táknmynd þeirra atburða, sem sí
og æ eru að endurtaka sig í sögu mannkynsins, einstakra
þjóða þess og stjetta.
Ávalt eru einhverjar þjóðir og stjettir undir einhvers-
konar ánauðaroki. F*ær finna, að þannig er að þeim bú-
ið, að ekki verður við unað. Pær finna það, að andlegir
og líkamlegir hæfileikar, sem með þeim búa, fá eigi not-
ið sín við þau skilyrði, sem fyrir hendi eru. Pær þrá nýtt
land — ný skilyrði, sem bjóða frelsi og hverskonar far-
sæld. Þessi þrá er þeim guðlegur helgidómur, og helg-
ustu skyldu sína finna þær i því fólgna að leita þeirri
þrá sinni svölunar. Meðal hinna kúguðu er oft mesti
fjöldi svo Iamaður af þrælkun og ánauð, að þráin eftir
frelsinu er dauð í brjóstum þeirra, og þeir hafa ekki
lengur neina tilfinningu fyrir gildi þeirra verðmæta, sem
þeir hafa orðið án að lifa. En því heitar þrá aðrir breytt
skilyrði og þeir eignast fyrirheitið land í heimi framtíð-
arinnar, þar sem ekkert er um það böl, sem þeim nú
finst þjá mennina mest. Og þeir eru þess örugglega
sannfærðir, að þangað vill guð, að hinir hrjáðu flytji, og
þar sje þeim hverskonar farsæld búin.