Réttur - 01.02.1926, Page 115
Frá Rússlandi.
I. Framleiðsla og viðskifti ráðstjórnar-
lýðveldanna.
I. Útflutningur og innflutningur.
Þess mun ekki langt að bíða, að fiskframleiðendur sjái
hag sínum best borgið með auknum útflutningi til S. S.
Si R.,') en þar er í framtíðinni stærstur síldarmarkaður í
heiminum. Auk síldar getur þar komið til mála markaður
fyrir upsa, smáfisk og annan ódýrari fisk. Árið 1913
keyptu Rússar síld fyrir rúmar 24 milljónir rúblna2) og
árið 1923-24 fyrir nærri 5 miljónir. Síðastliðið haust
samdi jeg við fulltrúa þeirra um sölu á 1000 tn. til reynslu.
Verðið var hærra, en þá var annars fáanlegt fyrir íslenska
síld. Enda þótt sildin í fyrra væri ékki fullkomin 1. flokks
vara, eða að minsta kosti í lakara lagi, líkaði Rússum hún
ágætlega. — Norðmenn hafa um langt skeið selt Rúss-
um sild, veidda hjer við land, og í fyrra seldu þeir í einu
afarstórt »parti« af norskri vorsíld gegn 12 mánaða víxl-
um á 20 kr. tunnuna. Ástæðulaust er fyrir islenska fram-
leiðendur að vera þar eftirbátar Norðmanna, því víst mun
norska síldin ekki betri vara en sú íslenska, og ætti frem-
ur að Ijetta undir þau viðskifti, en þyngja. Hver krónan
') Rússneska skammstöfunin á Sambandi ráðstjórnar-lýðveldanna
(á þýsku og dönskuU. S. S. R.). Sambandinu tilheyra: Rússland,
Ukraine, Hvíta-Rússland, Síbería, Armenía, Georgía, Aserbeidsch-
an, Tartaralýðveldið, Turkmenalýðveldið o. fl.
s) i rúbla *= kr. 1.92 í gulli.