Réttur - 01.02.1926, Page 116
118
FRA RÚSSLANDI
[Rjettur
sem tollurinn hækkar getur riðið baggamuninn. Síldin í
sjónum er gull, en síldarframleiðslan er nú fjárhættuspil,
ekki aðeins fyrir framleiðendur, heldur einnig fyrir alla
landsmenn. Hár síldartollur getur því eyðilagt alla fram-
leiðsluna, einnig tollur á nauðsynjum til síldarverkunar.
Að vonum hafa menn hjer á landi verið daufir til við-
skifta við Rússa og sambandsþjóðir þeirra, svo mjög
hefur verið reynt að gera þá tortryggilega. Situr síst á
íslendingum, sem eiga markaðsvon austur þar, að bera
út skáldskap landflótta keisarasinna og þessháttar lýðs.
Er slíkt óþarft verk og heimskulegt.
Prátt fyrir söguburði erlendra og innlendra blaðamanna,
hafa menn þó heyrt ávæning af geysimiklum framförum
í S. S. S. R., aukinni framleiðslu og verslun við útlönd.
Framleiðslan hefur aukist gífurlega síðan 1921, eins og
eftirfarandi tafla sýnir (framleiðslan fjárhagsárið 1921 tekin
sem grundvöllur):
Nr. 1.
Árin Landbúnaður Iðnaður
1921-1922 100 100
1922-1923 103 159
1923-1924 166 292
1925-1926 239 450
Framleiðslan hefir með öðrum orðum 2lh faldast í
landbúnaði og iðnaðurinn 4lh faldast. Eins hefur útflutn-
ingur og innflutningurinu margfaldast. Eftirfarandi töflur
sína best framfarir á þeim sviðum síðan 1920 — 21:
Nr. 2. Talið í miljónum gullrúblna.
Árin Innflutn. Útflutn. Verðmagn samtals
1920-21 181 10 191
1921-22 270 64 334
1922-23 148 133 281
1923-24 208 340 548
1924-25 356 320 676
Menn munu veita því eftirtekt, að útflutningur er minni
1924 — 25 en árið áður, þar sem tafla nr. 1 sýnir þó