Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 121
Rjettur]
FRÁ RÚSSLANDI
123
það varð endanlega að lækka áætlunina fyrir alt árið um
7°/o, eða 450 miljónir rúblna. Lækkun þessi var þó að-
allega látin ná til smáiðnaðarins. Framförin er þó svo
mikil, að hver einasta þjóð myndi öfundast af henni.
Árið 1923 — 24 voru hreinar tekjur af iðnaðinum 106 milj.
rúblur, 1924 — 25 460 milj. og 1925 — 26 var hann 480
milj. rúblur.
Ríkið leggur fram fje til iðnaðarins og fær svo þaðan
tekjur af brúttóágóðanum. Telst það með kostnaði iðn
aðarins. 1923 — 24 greiddi iðnaðurinn ríkinu 65 miljónir
rúblur, en ríkið lagði fram 77 milj., 1924 voru sömu töl-
ur 142 milj. og 109 milj. og 1925—1926 214 milj. og
187 milj. Aðrar tekjur, sem ríkið hefir af iðnaðinum eru
beinir og óbeinir skattar. 1923 — 24 voru 18% af tekjum
ríkisins frá iðnaðinum, 1924 — 25 voru þær 36% og 1925
— 26 32%. Á sömu árum voru landbúnaðarskattarnir 7%,
9% og 5% af öllum tekjum ríkisins. Arðsaukning iðn-
aðarins hefir í för með sjer lækkun allra skatta. Eftirtekt-
arvert er, að landbúnaðurinn, en á honum lifa um 80°/o
allra íbúa S. S. S. R., Ieggur aðeins fram 5% af tekjum
ríkisins, en iðnaðurinn leggur fram 32%.
í sambandi við iðnaðarframleiðsluna ér vinnumagn
verkamanna. Frá október 1924 — maí 1925 óx það um
31%, en vinnulaun um 14%. Seinni hluta ársins 1925
rjenaði það um 5°|o, en vinnulaun uxu um 14%.
Að síðustu skal hjer sýnd með nokkrum tölum fram-
för iðnaðarins, metinn til peninga. Hjer er átt við öll
ríkisfyrirtæki, þar sem vinna yfir 16 verkamenn með vjel-
um og vjelalaus fyrirtæki, þar sem vinna yfir 30 manns.
Jeg hefi ekki skýrslur um annað:
Iðnaðarframleiðslan í gullrúblum.
1913 5.620.000000
1923- 24 2.566.000.000
1924- 25 3.950.000.000
1925- 26 5 275.000.000
(10790400000.00 gullkrónur).
(4926720000.00 gullkrónur).
(7584000000.00 gullkrónur).
(10125000000.00 gullkrónur).