Réttur - 01.02.1926, Síða 122
124 FRÁ RÚSSLANDI [Rjettur
Tölur þessar þurfa engra skýringa við. Á þeim sjást
best framfarir þær hinar miklu, sem orðið hafa í S. S. S.
R. Annars væri ekki úr vegi, að taka sjerstaklega fyrir
heilar atvinnugreinar og sýna almenningi hvemig fram-
leiðslunni er háttað austur þar, sýna að í S. S. S. R. er
aðeins framleitt með þarfir almennings fyrir augum.
4. ,,Privatkapitalismi“ í S. S. S. R.
Enda þótt ekki skifti miklu máli í þessu sambandi,
þykir mjer rjett að geta um hinn margumrædda »privat-
kapitalisma« í S. S. S. R. Eignarrjettar einstakra manna
til framleiðslu og verslunar gætir ekki mikið í sovjetlýð-
veldunum, a m. k. ekki i versluninni, en hún er fyrir
oss fslendinga, sem eigum að versla við ráðstjórnarlýð-
veldin, aðalatriðið. Pjóðfulltrúaráð verslunarmála Narkom-
tora veitir öll leyfi til inn- og útfutnings. 1923 — 24 voru
veitt einstökum mönnum og fjelögum leyfi (aðeins að
litlu leyti þó til verslunar, að mestu til framleiðslu), sem
námu 12.499.000 (tæpl. \2xh) rúblna, eða aðeins 3% allra
einkaleyfa. Leyfishafar þessir eru allir erlendir menn.
1924 — 25 voru einstökum mönnum veitt leyfi til inn-
flutnings, sem námu 5.414.800 rbh éða aðeins 0,8°/o allra
veittra leyfa, en ti! útflutnings 6.177.000 rbl. (0,6% allra
útflutningsleyfa). Fyrirtæki þessi taka engan þátt í al-
mennum inn- eða útflutningi, en flytja aðeins inn vörur
til eigin þarfa og eigin framJeiðsIu sinnar. Annars eru öll
leyfi í höndum ríkisins eða samvinnufjelaga. Aðalútflutn-
ingsvörur S. S. S. R. verða engum öðrum veittar, t. d.
korn, nafta, trjáviður, hörog tóbak. »Blönduð hlutafjelög«,
þar sem ríkið á helming hlutabrjefa eða meira, mega
flytja út dún, fiður, ull, garnir, hörúrgang, egg, fugla,
fisk og kaviar (styrju-hrogn).
Viðskiftamagn þessara fjelaga var sem hjer segir árin
1923-25: